Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 15. apríl 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Stórlið sýna Andersen áhuga
Danska blaðið BT segir frá því í dag að stórlið séu að skoða danska varnarmanninn Joachim Andersen.

Andersen er í láni hjá Fulham frá Lyon og frammistaða hans hefur vakið athygli á tímabilinu.

Manchester United, Chelsea og Tottenham hafa öll sýnt honum áhuga að sögn BT.

Búast má við að nokkur lið muni berjast um þjónustu hins 24 ára gamla Andersen í sumar.

BT segir að umboðsmenn leikmannsins ætli að funda með Tottenham í næstu viku en breytingar gætu orðið á vörninni þar í sumar þar sem Davinson Sanchez og Toby Alderweireld gætu báðir verið á förum.
Athugasemdir
banner
banner