Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 15. maí 2019 22:30
Daníel Smári Magnússon
Óli Stefán: Mjög ánægður með hópinn
Óli Stefán var stoltur af sínu liði í dag.
Óli Stefán var stoltur af sínu liði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur eins og alltaf eftir tapleiki. Hugsanlega hefði ég verið svekktur líka með jafntefli, frammistaða minna manna var mjög góð og ég er mjög stoltur af öllum sem að spiluðu í dag,'' sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA manna eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í 4. umferð Pepsi Max deildar karla, í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Breiðablik skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 3. mínútu og Óli Stefán hafði þetta að segja um vítaspyrnudóminn í upphafi leiks: „Ég sá þetta ekki, en hann virtist vera viss og við verðum bara að treysta því að þeir séu með þetta á hreinu.''

KA liðið hefur einungis nælt í 3 stig úr fyrstu 4 umferðum deildarinnar, en Óli Stefán er jákvæður og bjartsýnn: „Já, það er gríðarlega svekkjandi en ég verð að horfa á það sem að við erum að gera vel og við erum með nýtt "concept" í gangi hér fyrir norðan. Á meðan að við erum að spila svona og að gera réttu hlutina, þá get ég ekki beðið um meira.''

„Mér fannst einungis tímaspursmál hvenær við myndum troða boltanum inn, gerum gott mark sem að er dæmt af vegna rangstæðu. Ég set spurningamerki við þegar þeir bjarga á línu, með hendi, undir lok leiks,'' sagði Óli Stefán.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner