Rosaleg helgi í enska boltanum. Liverpool lyfti FA-bikarnum og Manchester City kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir og gerði 2-2 jafntefli við West Ham í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.
Leeds berst áfram fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni, Tottenham gefst ekki upp í baráttunni um fjórða sætið og Everton tapaði niður forystu og pressan eykst.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að velja úrvalslið vikunnar.
Leeds berst áfram fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni, Tottenham gefst ekki upp í baráttunni um fjórða sætið og Everton tapaði niður forystu og pressan eykst.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að velja úrvalslið vikunnar.
Markvörður: Alisson (Liverpool) - Frábær gegn Aston Villa í liðinni viku og átti einnig stórleik gegn Chelsea í bikarúrslitaleiknum.
Miðjumaður: Jarrod Bowen (West Ham) - Hefur átt stórgott tímabil og skoraði bæði mörk West Ham gegn Man City.
Miðjumaður: Yoane Wissa (Brentford) - Stórgóð frammistaða gegn Everton. Skoraði og átti risaþátt í öðru marki.
Sóknarmaður: Harry Kane (Tottenham) - Skoraði tvö frábær mörk gegn Arsenal og svo sigurmarkið af vítapunktinum gegn Burnley.
Sóknarmaður: Luis Díaz (Liverpool) - Gerði varnarmönnum Chelsea lífið leitt í bikarúrslitaleiknum og átti fleiri marktilraunir en nokkur annar leikmaður.
Athugasemdir