Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 15. maí 2024 08:52
Ívan Guðjón Baldursson
Athletic: Bruno verður áfram hjá Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
The Athletic greinir frá því að búist er við að Bruno Fernandes verði áfram innan herbúða Manchester United þrátt fyrir orðróm sem segir hann vera á leið burt.

   14.05.2024 15:30
Liðsfélagarnir með efasemdir um að Fernandes verði áfram


Greint er frá því að Fernandes og umboðsteymi hans ræddu við stjórnendur Man Utd til lengdar í síðustu viku og voru viðræðurnar jákvæðar. Þar kom í ljós skýr áhugi frá leikmanninum um að vera áfram í Manchester og þá gerði félagið honum ljóst að hann væri lykilmaður, enda er Fernandes fyrirliði og einn af bestu leikmönnum Rauðu djöflanna.

Fernandes er 29 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd, með möguleika á eins árs framlengingu. Hann hefur komið að 26 mörkum í 45 leikjum á tímabilinu sem er að ljúka, en hann á í heildina 230 leiki að baki fyrir félagið.

Fernandes hefur mikla trú á teymi INEOS sem stýrir nú leikmannamálum Man Utd og er spenntur fyrir framhaldinu undir þeirra leiðsögn.

Athletic greinir frá því að Fernandes vill sjá sannanir fyrir loforðum frá INEOS teyminu en niðurstaða fundarins er sú að leikmaðurinn verður að öllum líkindum áfram í Manchester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner