Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 15. maí 2024 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorvaldur fundaði með Ceferin um vallarmálin hér á landi
Ceferin og Þorvaldur.
Ceferin og Þorvaldur.
Mynd: KSÍ
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, átti í vikunni fund með Aleksander Ceferin forseta UEFA í Bangkok, Taílandi, en KSÍ segir frá þessu á miðlum sínum.

Þorvaldur og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, eru um þessar mundir í Bangkok þar sem 74. þing FIFA er haldið.

„Ræddu þeir ýmis mál, þar á meðal málefni þjóðarleikvangs á Íslandi, erfiða stöðu og framtíð Laugardalsvallar, og möguleikana á stuðningi UEFA við nýjan eða endurbættan leikvang fyrir landslið Íslands," segir KSÍ.

„Því tengt var rætt mikilvægi þess að vegna góðs árangurs íslenskra félagsliða í UEFA-keppnum þurfi þau að hafa öruggan aðgang að leikvangi sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í riðlakeppni Evrópumóta félagsliða. Ceferin var áhugasamur um ýmislegt tengt íslenskri knattspyrnu, meðal annars um skipulag yngri flokka, hátt menntunarstig þjálfara og þá góðu hluti sem félög eru að gera í þjálfun barna og unglinga, sem skilar sér m.a. í eftirtektarverðum árangri yngri landsliða Íslands."

Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, sagði frá því í febrúar að Ceferin vildi koma hér til lands til þess að ræða við ráðamenn um vallarmálin.


Athugasemdir
banner
banner
banner