
Stjarnan og Kári mættust í Akraneshöllinni í gærkvöldi, en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir 90 mínútur og staðan var ennþá jöfn, 2-2, að framlengingu lokinni.
Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Bestu-deildar lið Stjörnunnar hafði betur gegn nýliðunum í 2. deild, þar sem Árni Snær Ólafsson varði tvær af þremur spyrnum Káramanna á meðan að Garðbæingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og Stjarnan því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á föstudaginn næstkomandi.
Lestu um leikinn: Kári 3 - 6 Stjarnan
Fótbolti.net fangaði síðasta víti vítaspyrnukeppninnar á filmu og hægt er að sjá það í spilaranum hér að ofan ásamt stemningunni sem beið Káramanna þegar leiknum lauk. Þeirra strákar fengu allt það lof sem þeir áttu skilið frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum Kára sem mættu í Akraneshöllina í gærkvöldi en liðið var stutt áfram allan leikinn.
Alexander Aron Davorsson, einn þriggja þjálfara Kára, hafði þetta að segja að leikslokum:
„Ég held bara að þegar að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn. Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og öllum sem komu að leiknum, bara frábært."
Lestu einnig:
????Kári 2 - Stjarnan 2 (Stjarnan áfram eftir vítaspyrnur)
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2025
Mörkin, vítaspyrnukeppni og helstu atvik í leik liðanna 16-liða úrslitum bikarkeppni í fótbolta
Stjarnan
??Benedikt Waren
??Adolf Daði Birgisson
Kári
??Hektor Bergmann Garðarsson
??Mikael Hrafn Helgason pic.twitter.com/5pT8NHGT7y