Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Barist á toppi og botni í Pepsi-Max
Skagamenn mæta KR.
Skagamenn mæta KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Óla Jó í Val eru á botni deildarinnar eins og er.
Lærisveinar Óla Jó í Val eru á botni deildarinnar eins og er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg um að vera á þessum laugardegi í íslenska boltanum. Hæst ber það að áttunda umferðin í Pepsi Max-deild karla klárast með þremur leikjum.

Stórleikur dagsins er á Akranesi þar sem ÍA tekur á móti KR í toppslag. Ef annað liðið vinnur leikinn fer það sama lið á topp deildarinnar.

ÍA er fyrir leikinn með 16 stig, KR er með 14 stig. Á toppnum núna er Breiðablik með 16 stig - eru með betri markatölu en ÍA. Breiðablik tapaði í gær gegn Fylki.

Leikur ÍA og KR hefst klukkan 16:00, en á sama tíma hefst leikur Vals og ÍBV. Íslandsmeistarar Vals eru á botni deildarinnar fyrir leikinn með aðeins fjögur stig. ÍBV er með fimm stig og er þetta kjörið tækifæri fyrir Val til þess að rétta aðeins úr kútnum.

Klukkan 17:00 mætast KA og Grindavík fyrir norðan. Túfa, þjálfari Grindavíkur, fer á fornar slóðir, en hann er fyrrum leikmaður og þjálfari KA.

Leiknir og Þór mætast í síðasta leik sjöundu umferð í Inkasso-deildinni og í 2. deild karla eru fimm leikir. Auk þess sem er leikið í 3. deild karla, 2. deild kvenna og 4. deild karla.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins.

laugardagur 15. júní

Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)

Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Leiknir R.-Þór (Leiknisvöllur)

2. deild karla
14:00 KFG-Völsungur (Samsung völlurinn)
14:00 Leiknir F.-Selfoss (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 ÍR-Fjarðabyggð (Hertz völlurinn)
14:00 Víðir-Vestri (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)

3. deild karla
14:00 Einherji-Reynir S. (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Augnablik-Kórdrengir (Fagrilundur - gervigras)
16:00 KF-Höttur/Huginn (Ólafsfjarðarvöllur)

2. deild kvenna
14:00 Grótta-Völsungur (Vivaldivöllurinn)
16:00 Sindri-Leiknir R. (Sindravellir)

4. deild karla - A-riðill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-SR (Hrafnagilsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner