Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 15. júní 2021 09:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dean Henderson frá keppni út EM
Dean Henderson verður ekki meira með á EM, hann hefur yfirgefið enska landsliðshópinn vegna meiðsla. Henderson er meiddur á mjöðm.

Henderson var sennilega markvörður númer tvö í röðinni hjá Englandi því Jordan Pickford byrjaði fyrsta leik gegn Króatíu á sunnudag.

Frá þessu greina enskir miðlar og hefur landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate þegar kallað inn mann í stað Henderson.

Það er Aaron Ramsdale sem varið hefur mark U21 árs landsliðsins og mark Sheffield United í vetur.

England mætir Skotlandi í leik tvö á föstudag. England vann Króatíu á sunnudag en Skotland tapaði gegn Tékklandi í gær.
Athugasemdir
banner