Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Náðum að halda Lewandowski í skefjum"
Stefan Tarkovic
Stefan Tarkovic
Mynd: EPA
Stefan Tarkovic, þjálfari Slóvakíu, var himinlifandi með 2-1 sigurinn á Póllandi í E-riðli Evrópumótsins í gær en þetta kemur liðinu í frábæra stöðu fyrir síðustu tvo leikina.

Robert Mak var maðurinn á bakvið fyrsta markið en skot hans fór af stönginni í Wojciech Szczesny og í netið. Karol Linetty jafnaði í byrjun síðari hálfleiks áður en Milan Skriniar gerði sigurmarkið þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Robert Lewandowski átti í erfiðleikum í leiknum og náði alls ekki að finna sig. Hann átti sinn þátt í jöfnunarmarkinu þegar hann náði að draga varnarmennina með sér til að skapa pláss fyrir Linetty en meira kom ekki út úr besta leikmanni heims.

„Við náðum að halda Lewandowski í skefjum og skora á sama tíma," sagði Tarkovic.

„Lewandowski spilar mjög mikilvægt hlutverk á síðasta þriðjung vallarins og því var það nauðsynlegt að halda honum frá teignum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner