Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 15. júní 2023 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Agla María: Stærsti leikur tímabilsins
Agla María
Agla María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér liður frábærlega og það er geggjað að vera komnar áfram í bikarnum" Segir Agla María Albertsdóttir sem skoraði þrjú mörk í dag í 3-0 sigri Blika á Þrótturum í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það var margt í gangi hérna í dag og við vorum að finna hvor aðra vel fram á við og skapa fullt af færum. Þetta var svolítið fram og til baka. Þróttarnir fengu sín færi. Það að komast snemma í 2-0 hjálpaði okkur mikið upp á framhaldið."

Þriðja mark Öglu var virkilega mikilvægt því að Þróttarar höfðu verið með öll völd á vellinum á undan því.

„Það var geggjað að sjá boltann í netinu og það kom okkur í ansi góða stöðu. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik vissi maður að við vorum alltaf að fara sigla þessum sigri í höfn."

Breiðablik tapaði í Bikarúrslitum í fyrra og eru því líklega mættar í hefndarhug inní undanúrslitin.

„Bikarinn er svo skemmtileg keppni. Það er allt undir og úrslitaleikurinn er auðvitað bara stærsti leikur ársins og það eru forréttindi að spila þann leik en fyrst verðum við að vinna undanúrsltin til að komast þangað."

Næsi leikur Blika er aftur gegn Þrótturum en sá leikur er í deildinni og fer fram á Kópavogsvelli.

„Það verður allt öðruvísi leikur. Núna er stutt á milli leikja og líklega er þreyta í mönnum en það er klárt mál að víð ætlum að vinna þann leik eins og þennan í dag."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.

Athugasemdir
banner