De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 15. júní 2023 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Agla María: Stærsti leikur tímabilsins
Kvenaboltinn
Agla María
Agla María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér liður frábærlega og það er geggjað að vera komnar áfram í bikarnum" Segir Agla María Albertsdóttir sem skoraði þrjú mörk í dag í 3-0 sigri Blika á Þrótturum í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það var margt í gangi hérna í dag og við vorum að finna hvor aðra vel fram á við og skapa fullt af færum. Þetta var svolítið fram og til baka. Þróttarnir fengu sín færi. Það að komast snemma í 2-0 hjálpaði okkur mikið upp á framhaldið."

Þriðja mark Öglu var virkilega mikilvægt því að Þróttarar höfðu verið með öll völd á vellinum á undan því.

„Það var geggjað að sjá boltann í netinu og það kom okkur í ansi góða stöðu. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik vissi maður að við vorum alltaf að fara sigla þessum sigri í höfn."

Breiðablik tapaði í Bikarúrslitum í fyrra og eru því líklega mættar í hefndarhug inní undanúrslitin.

„Bikarinn er svo skemmtileg keppni. Það er allt undir og úrslitaleikurinn er auðvitað bara stærsti leikur ársins og það eru forréttindi að spila þann leik en fyrst verðum við að vinna undanúrsltin til að komast þangað."

Næsi leikur Blika er aftur gegn Þrótturum en sá leikur er í deildinni og fer fram á Kópavogsvelli.

„Það verður allt öðruvísi leikur. Núna er stutt á milli leikja og líklega er þreyta í mönnum en það er klárt mál að víð ætlum að vinna þann leik eins og þennan í dag."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner