Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 15. júní 2023 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Agla María: Stærsti leikur tímabilsins
Agla María
Agla María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér liður frábærlega og það er geggjað að vera komnar áfram í bikarnum" Segir Agla María Albertsdóttir sem skoraði þrjú mörk í dag í 3-0 sigri Blika á Þrótturum í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það var margt í gangi hérna í dag og við vorum að finna hvor aðra vel fram á við og skapa fullt af færum. Þetta var svolítið fram og til baka. Þróttarnir fengu sín færi. Það að komast snemma í 2-0 hjálpaði okkur mikið upp á framhaldið."

Þriðja mark Öglu var virkilega mikilvægt því að Þróttarar höfðu verið með öll völd á vellinum á undan því.

„Það var geggjað að sjá boltann í netinu og það kom okkur í ansi góða stöðu. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik vissi maður að við vorum alltaf að fara sigla þessum sigri í höfn."

Breiðablik tapaði í Bikarúrslitum í fyrra og eru því líklega mættar í hefndarhug inní undanúrslitin.

„Bikarinn er svo skemmtileg keppni. Það er allt undir og úrslitaleikurinn er auðvitað bara stærsti leikur ársins og það eru forréttindi að spila þann leik en fyrst verðum við að vinna undanúrsltin til að komast þangað."

Næsi leikur Blika er aftur gegn Þrótturum en sá leikur er í deildinni og fer fram á Kópavogsvelli.

„Það verður allt öðruvísi leikur. Núna er stutt á milli leikja og líklega er þreyta í mönnum en það er klárt mál að víð ætlum að vinna þann leik eins og þennan í dag."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner