Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 15. júní 2023 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Agla María: Stærsti leikur tímabilsins
Agla María
Agla María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér liður frábærlega og það er geggjað að vera komnar áfram í bikarnum" Segir Agla María Albertsdóttir sem skoraði þrjú mörk í dag í 3-0 sigri Blika á Þrótturum í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það var margt í gangi hérna í dag og við vorum að finna hvor aðra vel fram á við og skapa fullt af færum. Þetta var svolítið fram og til baka. Þróttarnir fengu sín færi. Það að komast snemma í 2-0 hjálpaði okkur mikið upp á framhaldið."

Þriðja mark Öglu var virkilega mikilvægt því að Þróttarar höfðu verið með öll völd á vellinum á undan því.

„Það var geggjað að sjá boltann í netinu og það kom okkur í ansi góða stöðu. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik vissi maður að við vorum alltaf að fara sigla þessum sigri í höfn."

Breiðablik tapaði í Bikarúrslitum í fyrra og eru því líklega mættar í hefndarhug inní undanúrslitin.

„Bikarinn er svo skemmtileg keppni. Það er allt undir og úrslitaleikurinn er auðvitað bara stærsti leikur ársins og það eru forréttindi að spila þann leik en fyrst verðum við að vinna undanúrsltin til að komast þangað."

Næsi leikur Blika er aftur gegn Þrótturum en sá leikur er í deildinni og fer fram á Kópavogsvelli.

„Það verður allt öðruvísi leikur. Núna er stutt á milli leikja og líklega er þreyta í mönnum en það er klárt mál að víð ætlum að vinna þann leik eins og þennan í dag."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner