Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 15. júní 2023 23:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
Agla María: Stærsti leikur tímabilsins
Agla María
Agla María
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér liður frábærlega og það er geggjað að vera komnar áfram í bikarnum" Segir Agla María Albertsdóttir sem skoraði þrjú mörk í dag í 3-0 sigri Blika á Þrótturum í Mjólkurbikar kvenna.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það var margt í gangi hérna í dag og við vorum að finna hvor aðra vel fram á við og skapa fullt af færum. Þetta var svolítið fram og til baka. Þróttarnir fengu sín færi. Það að komast snemma í 2-0 hjálpaði okkur mikið upp á framhaldið."

Þriðja mark Öglu var virkilega mikilvægt því að Þróttarar höfðu verið með öll völd á vellinum á undan því.

„Það var geggjað að sjá boltann í netinu og það kom okkur í ansi góða stöðu. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik vissi maður að við vorum alltaf að fara sigla þessum sigri í höfn."

Breiðablik tapaði í Bikarúrslitum í fyrra og eru því líklega mættar í hefndarhug inní undanúrslitin.

„Bikarinn er svo skemmtileg keppni. Það er allt undir og úrslitaleikurinn er auðvitað bara stærsti leikur ársins og það eru forréttindi að spila þann leik en fyrst verðum við að vinna undanúrsltin til að komast þangað."

Næsi leikur Blika er aftur gegn Þrótturum en sá leikur er í deildinni og fer fram á Kópavogsvelli.

„Það verður allt öðruvísi leikur. Núna er stutt á milli leikja og líklega er þreyta í mönnum en það er klárt mál að víð ætlum að vinna þann leik eins og þennan í dag."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.

Athugasemdir
banner
banner