Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 10:24
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Bergmann keyptur til Düsseldorf (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska félagið Fortuna Düsseldorf hefur ákveðið að festa kaup á Ísaki Bergmanni Jóhannessyni sem lék með félaginu á láni á nýliðinni leiktíð.

Düsseldorf sýndi flotta takta á leiktíðinni og komst alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í efstu deild þýska boltans. Þar var liðið hársbreidd frá því að komast upp en endaði á að tapa gegn Bochum eftir vítaspyrnukeppni.

Düsseldorf vann fyrri úrslitaleikinn á útivelli, 0-3, en tapaði seinni leiknum með sama mun á heimavelli og því fór viðureignin alla leið í vítaspyrnur.

Ísak Bergmann stóð sig vel á láni hjá Dusseldorf og kom að 16 mörkum í 36 leikjum. Þýska félagið er talið borga um 2 milljónir evra til að festa kaup á þessum tekníska miðjumanni.

Ísak er aðeins 21 árs gamall en hefur nú þegar spilað 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.


Athugasemdir
banner
banner