Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. júní 2024 17:53
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafn leikur og held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit hér í dag. Við sköpuðum okkur nokkur góð færi og hefðum líklega átt að fá vítaspyrnu.“ Voru fyrstu orð svekkts þjálfara Keflavíkur Jonathan Glenn eftir að FH stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur í Bestu deild kvenna í dag en lokatölur urðu 1-0 heimakonum í vil.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Melanie Claire Rendeiro í leiknum og var Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara Glenn heitt í hamsi á hliðarlínunni við það tilefni. Hafði Glenn eitthvað rætt við dómara leikinn og óskað skýringa?

„Nei ákvörðunin er tekin og hann fer ekki til baka í tíma og breytir sinni ákvörðun. Við þurfum að skoða það aftur en frá okkar bæjardyrum séð þá leit þetta út eins og víti.“

Um frammistöðu liðs síns í dag og til þessa í sumar sagði Glenn.

„Þegar maður horfir heilstætt á það þá var bikarinn bæði blessun og bölvun fyrir okkur vegna þess að gegn Breiðablik missum við tvær út illa meiddar Caroline er frá í einhverjar vikur sem og Marín. Stelpurnar sem komum inn gerðu mig stoltann með frammistöðu sinni. Við missum svo Elianna af velli í fyrri hálfleik og erum að verða þunnskipuð en stoltur af þeim stelpum sem stigu inn í staðinn.“

Næst á dagskrá fyrir lið Keflavíkur er að taka á móti liði Tindastóls í Keflavík eftir rétt tæpa viku. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið það.

„Mjög mikilvægur. Eftir erfiða byrjun okkar í mótinu höfum við verið að gera vel að undanförnu. Að mæta hingað gegn FH á útvelli er alltaf að fara vera erfitt en við erum spennt að fara aftur heim og spila.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner