Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
Jóhann Kristinn: Þetta var ekki sjálfsagt
Höskuldur léttur: Ætli maður verði ekki að slá þetta met?
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Aron Elís klár í slaginn - „Þetta var gríðarlegt svekkelsi"
Vill að Víkingar verði „dirty" aftur - „Tölfræðin er lygilega góð"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
   lau 15. júní 2024 17:53
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafn leikur og held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit hér í dag. Við sköpuðum okkur nokkur góð færi og hefðum líklega átt að fá vítaspyrnu.“ Voru fyrstu orð svekkts þjálfara Keflavíkur Jonathan Glenn eftir að FH stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur í Bestu deild kvenna í dag en lokatölur urðu 1-0 heimakonum í vil.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Melanie Claire Rendeiro í leiknum og var Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara Glenn heitt í hamsi á hliðarlínunni við það tilefni. Hafði Glenn eitthvað rætt við dómara leikinn og óskað skýringa?

„Nei ákvörðunin er tekin og hann fer ekki til baka í tíma og breytir sinni ákvörðun. Við þurfum að skoða það aftur en frá okkar bæjardyrum séð þá leit þetta út eins og víti.“

Um frammistöðu liðs síns í dag og til þessa í sumar sagði Glenn.

„Þegar maður horfir heilstætt á það þá var bikarinn bæði blessun og bölvun fyrir okkur vegna þess að gegn Breiðablik missum við tvær út illa meiddar Caroline er frá í einhverjar vikur sem og Marín. Stelpurnar sem komum inn gerðu mig stoltann með frammistöðu sinni. Við missum svo Elianna af velli í fyrri hálfleik og erum að verða þunnskipuð en stoltur af þeim stelpum sem stigu inn í staðinn.“

Næst á dagskrá fyrir lið Keflavíkur er að taka á móti liði Tindastóls í Keflavík eftir rétt tæpa viku. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið það.

„Mjög mikilvægur. Eftir erfiða byrjun okkar í mótinu höfum við verið að gera vel að undanförnu. Að mæta hingað gegn FH á útvelli er alltaf að fara vera erfitt en við erum spennt að fara aftur heim og spila.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner
banner