Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 15. júní 2024 17:53
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafn leikur og held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit hér í dag. Við sköpuðum okkur nokkur góð færi og hefðum líklega átt að fá vítaspyrnu.“ Voru fyrstu orð svekkts þjálfara Keflavíkur Jonathan Glenn eftir að FH stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur í Bestu deild kvenna í dag en lokatölur urðu 1-0 heimakonum í vil.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Melanie Claire Rendeiro í leiknum og var Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara Glenn heitt í hamsi á hliðarlínunni við það tilefni. Hafði Glenn eitthvað rætt við dómara leikinn og óskað skýringa?

„Nei ákvörðunin er tekin og hann fer ekki til baka í tíma og breytir sinni ákvörðun. Við þurfum að skoða það aftur en frá okkar bæjardyrum séð þá leit þetta út eins og víti.“

Um frammistöðu liðs síns í dag og til þessa í sumar sagði Glenn.

„Þegar maður horfir heilstætt á það þá var bikarinn bæði blessun og bölvun fyrir okkur vegna þess að gegn Breiðablik missum við tvær út illa meiddar Caroline er frá í einhverjar vikur sem og Marín. Stelpurnar sem komum inn gerðu mig stoltann með frammistöðu sinni. Við missum svo Elianna af velli í fyrri hálfleik og erum að verða þunnskipuð en stoltur af þeim stelpum sem stigu inn í staðinn.“

Næst á dagskrá fyrir lið Keflavíkur er að taka á móti liði Tindastóls í Keflavík eftir rétt tæpa viku. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið það.

„Mjög mikilvægur. Eftir erfiða byrjun okkar í mótinu höfum við verið að gera vel að undanförnu. Að mæta hingað gegn FH á útvelli er alltaf að fara vera erfitt en við erum spennt að fara aftur heim og spila.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner