Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
   lau 15. júní 2024 17:53
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafn leikur og held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit hér í dag. Við sköpuðum okkur nokkur góð færi og hefðum líklega átt að fá vítaspyrnu.“ Voru fyrstu orð svekkts þjálfara Keflavíkur Jonathan Glenn eftir að FH stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur í Bestu deild kvenna í dag en lokatölur urðu 1-0 heimakonum í vil.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Melanie Claire Rendeiro í leiknum og var Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara Glenn heitt í hamsi á hliðarlínunni við það tilefni. Hafði Glenn eitthvað rætt við dómara leikinn og óskað skýringa?

„Nei ákvörðunin er tekin og hann fer ekki til baka í tíma og breytir sinni ákvörðun. Við þurfum að skoða það aftur en frá okkar bæjardyrum séð þá leit þetta út eins og víti.“

Um frammistöðu liðs síns í dag og til þessa í sumar sagði Glenn.

„Þegar maður horfir heilstætt á það þá var bikarinn bæði blessun og bölvun fyrir okkur vegna þess að gegn Breiðablik missum við tvær út illa meiddar Caroline er frá í einhverjar vikur sem og Marín. Stelpurnar sem komum inn gerðu mig stoltann með frammistöðu sinni. Við missum svo Elianna af velli í fyrri hálfleik og erum að verða þunnskipuð en stoltur af þeim stelpum sem stigu inn í staðinn.“

Næst á dagskrá fyrir lið Keflavíkur er að taka á móti liði Tindastóls í Keflavík eftir rétt tæpa viku. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið það.

„Mjög mikilvægur. Eftir erfiða byrjun okkar í mótinu höfum við verið að gera vel að undanförnu. Að mæta hingað gegn FH á útvelli er alltaf að fara vera erfitt en við erum spennt að fara aftur heim og spila.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner