Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 15. júní 2024 17:53
Sverrir Örn Einarsson
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn
Jonathan Glenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög jafn leikur og held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit hér í dag. Við sköpuðum okkur nokkur góð færi og hefðum líklega átt að fá vítaspyrnu.“ Voru fyrstu orð svekkts þjálfara Keflavíkur Jonathan Glenn eftir að FH stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur í Bestu deild kvenna í dag en lokatölur urðu 1-0 heimakonum í vil.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Keflavík

Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Melanie Claire Rendeiro í leiknum og var Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur aðstoðarþjálfara Glenn heitt í hamsi á hliðarlínunni við það tilefni. Hafði Glenn eitthvað rætt við dómara leikinn og óskað skýringa?

„Nei ákvörðunin er tekin og hann fer ekki til baka í tíma og breytir sinni ákvörðun. Við þurfum að skoða það aftur en frá okkar bæjardyrum séð þá leit þetta út eins og víti.“

Um frammistöðu liðs síns í dag og til þessa í sumar sagði Glenn.

„Þegar maður horfir heilstætt á það þá var bikarinn bæði blessun og bölvun fyrir okkur vegna þess að gegn Breiðablik missum við tvær út illa meiddar Caroline er frá í einhverjar vikur sem og Marín. Stelpurnar sem komum inn gerðu mig stoltann með frammistöðu sinni. Við missum svo Elianna af velli í fyrri hálfleik og erum að verða þunnskipuð en stoltur af þeim stelpum sem stigu inn í staðinn.“

Næst á dagskrá fyrir lið Keflavíkur er að taka á móti liði Tindastóls í Keflavík eftir rétt tæpa viku. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið það.

„Mjög mikilvægur. Eftir erfiða byrjun okkar í mótinu höfum við verið að gera vel að undanförnu. Að mæta hingað gegn FH á útvelli er alltaf að fara vera erfitt en við erum spennt að fara aftur heim og spila.“

Sagði Glenn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan

Athugasemdir
banner