Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 10:13
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðsmarkvörður Svartfellinga látinn - Lék með Millwall
Sarkic átti góðan leik í 2-0 tapi gegn Belgíu. Hérna er hann í baráttunni við Lois Openda, öflugan framherja RB Leipzig.
Sarkic átti góðan leik í 2-0 tapi gegn Belgíu. Hérna er hann í baráttunni við Lois Openda, öflugan framherja RB Leipzig.
Mynd: EPA
Það voru hrikalegar fréttir að berast frá Svartfjallalandi þar sem landsliðsmarkvörður Svartfellinga lést í íbúð sinni í morgun.

Matija Sarkic, sem spilaði í 2-0 tapi í æfingalandsleik gegn Belgíu 5. júní, hneig niður í íbúð sinni í Budva en ekki hefur verið greint nánar frá dánarörsok.

Sarkic lést aðeins 26 ára gamall og er þetta gríðarlega mikill missir fyrir Svartfellinga og fótboltaheiminn. Sarkic var elskaður af liðsfélögunum bæði í landsliði Svartfellinga og í liði Millwall sem leikur í Championship deildinni.

Millwall nældi sér í Sarkic frá Wolves síðasta sumar og tók hann byrjunarliðssætið hjá félaginu og stóð sig vel á sinni fyrstu leiktíð.

Sarkic hafði áður spilað fyrir Stoke og Birmingham í Championship deildinni en þessi markvörður fæddist á Englandi og ólst upp hjá Aston Villa.
Athugasemdir
banner