Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   lau 15. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Gaf Messi mark á silfurfati
Mynd: Getty Images

Argentína lagði Gvatemala í æfingaleik í nótt en Lionel Messi skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.


Leiknum lauk með 4-1 sigri Argentínu en liðið lenti undir snemma leiks þegar Lisandro Martinez, miðvörður Manchester United, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Messi jafnaði metin stuttu síðar en markið var ansi auðvelt fyrir hann. Markvörður Gvatemala ætlaði að sparka boltanum út frá marki en það fór ekki betur en svo að boltinn fór beint til Messi sem stóð inn á teignum og eftirleikurinn auðveldur.

Lautaro Martinez kom svo liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu áður en flautað var til hálfleiks. Hann skoraði svo þriðja markið eftir undirbúning Messi og Messi innsiglaði síðan sigurinn með marki þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner