Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   lau 15. júní 2024 15:42
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal yngstur í sögu Evrópumótsins
Mynd: Getty Images
Spænski kantmaðurinn Lamine Yamal verður yngsti leikmaður í sögu Evrópumótsins þegar hann mætir til leiks með spænska landsliðinu innan skamms.

Hinn feykiöflugi Yamal er í byrjunarliði Spánverja þrátt fyrir að vera ekki orðinn 17 ára gamall.

Yamal hefur nú þegar skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 7 landsleikjum með Spáni - þar sem hann hefur í heildina spilað rétt tæplega 400 mínútur. Það er mark eða stoðsending á 66 mínútna fresti.

Þetta er mjög sérstakur dagur fyrir Yamal þar sem faðir hans, Mounir Nasraoui, á einnig afmæli í dag.

Yamal býr yfir góðri leikreynslu á hæsta gæðastigi þar sem hann hefur komið að 17 mörkum í 51 leik með stórveldi Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner