
Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er oftast kallaður, var gríðarlega svekktur þegar að hans lið, Þór/KA, tapaði 3-0 gegn Val í Pepsi Max-deild kvenna í dag.
„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.
„Það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki þurfa að tapa þar sem að leikurinn var hnífjafnt. Við byrjum seinni hálfleikinn af miklum krafti og áttum að skora tvö mörk en það datt ekki." sagði Donni eftir leik.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 3 Valur
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fóru báðar af velli vegna meiðsla sem að litu ekkert alltof vel út. Donni segir það vera mikla blóðtöku fyrir liðið.
„Arna meiddist aðeins í kálfanum og Þórdís meiddst í hnénu og það er langt frá því að vera gott. Við erum með einn minnsta hóp á landinu þannig að það er vont að missa þessa leikmenn."
Valur náði með sigrinum 11 stiga forystu á Þór/KA sem að situr í þriðja sæti deildarinnar og draumar norðanstúlkna um Íslandsmeistaratitil fjarlægist. Donni segir það hins vegar ekki koma til greina að gefast upp.
„Draumarnir eru mjög fjarri en þeir eru langt frá því að vera búnir. Við gefumst aldrei upp en við vitum að þetta er gríðarlega erfið staða." sagði Donni að lokum.
Nánar er rætt við Donna í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir