Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar fóturinn og nokkrar tær komnar niður - „Sér ekkert leikplan"
Leiknir vann 2-0 sigur á ÍA.
Leiknir vann 2-0 sigur á ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni.
Jóhannes Karl Guðjónsson á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar og útlitið er ekki gott fyrir Skagamenn.

ÍA tapaði 2-0 gegn Leikni í síðasta leik sínum í deildinni. Þar var frammistaðan ekki góð en eins og staðan er núna þá eru þeir langlélegasta lið Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 ÍA

Það var rætt um Skagamenn í Innkastinu sem birtist í gær. „Þeir eru ekkert eðlilega lélegir," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Það var rætt um markið sem 'Manga' Escobar skoraði fyrir Leikni í leiknum. „Þetta gerist hratt en þetta er ekki eitthvað stórbrotið mark," sagði Tómas.

„Það er meira það hvað þetta er ógeðslega lélegur varnarleikur," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Leikur Skagamanna í heild sinni... maður sá ekkert leikplan hjá þeim," sagði Elvar Geir Magnússon. „Þeir gerðu bara eitthvað," sagði Tómas Þór.

„Þetta er lið í deildinni sem langminnst með boltann, langneðst í 'possession' tölum, þeir eru ekki að fá nein stig, leikmenn eru engu að skila og útlitið er hrikalega dökkt. Þeir eru komnir með annan fótinn og nokkrar tær í viðbót niður í Lengjudeildina," sagði Elvar Geir jafnframt.

„Það er rosalega vond orka í kringum þetta hjá þeim. Þegar maður fer í gegnum nafnalistann eru fínustu leikmenn þarna," sagði Ingólfur.

„Hverjir? Hverjir eru góðir 2021?" spurði Tómas og hélt áfram:

„Ég mun aldrei segja neitt vont um Viktor Jónsson, en eftir að ég lofaði hann mikið í Blikaleiknum um daginn þá hefur hann lítið gert. Sindri Snær hefur verið í meiðslum og ekki upp á sitt besta síðustu árin, Óttar Bjarni hefur dalað, þessi Davey getur ekki neitt, þeir eru í markvarðarbrasi, bakverðirnir eru ekki góðir. Þessir ungu strákar eru sprækir en þetta eru ekki Bjarki Steinn, Stefán eða Tryggvi. Þeir eru nokkrum þrepum fyrir neðan."

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, hefur talað um að hann sé sáttur með hópinn. „Það er mitt hlutverk að ná meira út úr þessum hópi. Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum. Við ætlum ekki að enda á botninum í þessari deild," sagði hann eftir naumt tap gegn Víkingum í síðustu viku.

„Ég veit ekki af hverju það er verið að tala um að þetta sé gott lið á pappír, mér finnst þeir ekkert svakalega góðir," sagði Tómas Þór í Innkastinu.

Hægt er að hlusta á allt Innkastið hér að neðan.


Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner