Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Bertrand Traoré kominn aftur til Ajax (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hollenska stórveldið Ajax er búið að krækja sér í sóknarleikmanninn Bertrand Traoré á tveggja ára samningi.

Traoré kemur á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Villarreal síðustu mánuði, en hann skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum á seinni hluta tímabils fyrir spænska félagið.

Traoré kom til Villarreal á frjálsri sölu síðasta janúar eftir fjögurra ára dvöl hjá Aston Villa, sem gaf honum leyfi til að binda endi á samning sinn við félagið sex mánuðum fyrir áætlun.

Traoré er 28 ára gamall og hóf atvinnumannaferilinn sinn hjá Chelsea. Tímabilið 2016-17 var hann lánaður til Ajax og skoraði 13 mörk í 38 leikjum fyrir félagið og snýr hann aftur í hollenska boltann.

Þessi lykilmaður í landsliði Búrkína Fasó var mikilvægur hlekkur í liði Lyon áður en hann var keyptur til Aston Villa sumarið 2020, fyrir tæplega 20 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner