Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
Leikdagurinn – Björn Daníel Sverrisson
Eiður Gauti: Hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina
Ómar horfði á þá í 4. deild árið 2022: Skora mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR
Óskar Hrafn: Fengum högg og stóðum ekki upp eftir það
Árni Guðna: Er ekki bara komið nóg af þessu tuði?
Valdimar: Fínt að fara með 5-0 stöðu út
Tómas Bjarki: Ég var hoppandi kátur
Úlfur: Dýrt spaug þegar öll þessi atriði falla á móti okkur
Igor Kostic: Miðað við stöðuna þá bítur þetta kannski aðeins meira
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Gunnar Heiðar: Búinn að bíða svolítið eftir þessum
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
„Klúðraði mikilvægri vítaspyrnu en kannski var það gott eftir á"
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Óli Kristjáns: Einn af þeim dögum þar sem við mætum betra liði
Gunnar: Það er þungt inni í klefa
Nik: Besti leikur okkar á tímabilinu
Pétur búinn að aflita hárið: Finnst þér þetta ljótt?
Venni: Liðið rotaðist
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
   mán 15. júlí 2024 22:49
Sölvi Haraldsson
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var þungur skellur en núna þurfum við að koma okkur strax á fætur. Við voru gífurlega ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og þjörmuðum að þeim. En það féll ekki með okkur. Við óskum Fylkismönnum til hamingju með þennan sigur, þeir voru virkilega öflugir hér í dag.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 tap hans manna á Fylki í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Jón Þór var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum og talar um að þeir hafi verið ólíkir sjálfum sér.

„Það má segja að við höfum bara ekki náð að sýna okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Það vantaði töluvert upp á baráttu, dugnað og vilja, og bara það sem gerir okkur að góðu liði.“

„Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik hvað þetta varðar. Við vorum að reyna að gera hluti sem við vorum ekki nægilega góðir að gera. Við gerðum það þægilegt fyrir þá að verjast í fyrri hálfleik.“

Skagaþjálfarinn talar um að hans tilfinning hafi verið þannig að eitt Skagamark í stöðunni 2-0 fyrir Fylki hefði breytt leiknum. Hann telur að þeir hefðu jafnað leikinn eftir að hafa minnkað muninn sem gerðist svo ekki.

„Það var mín tilfinning. Jón Gísli á skot í slá og við fáum nokkra góða sénsa sem við náðum ekki að klára. Það gekk ekki í dag. Strákarnir gerðu allt sem þeir gátu til að koma til baka úr slæmri stöðu í fyrri hálfleiknum. Þannig það er margt jákvætt sem ég var ánægður með í seinni hálfleiknum og við þurfum að taka það með okkur og koma okkur aftur á fætur.“

Fyrsta breyting Skagamanna kom ekki fyrr en eftir 3-0 markið en Jón Þór er svekktur út í sjálfan sig eftir leik að hafa ekki gert breytingu fyrr.

Í raun og veru var ég svekktur út í sjálfan mig í leikslok að hafa ekki gert taktíska breytingu fyrr. Að koma mönnum inn á. Mér fannst ekki ástæða til að kippa mönnum útaf því við vorum að skapa okkur færi og við vorum að komast í fínar stöður. Ég hefði átt að fjölga mönnunum inn í teig fyrr. Ég var pínu hikandi að taka menn útaf því mér fannst við vera að skapa okkur nóg til að koma til baka inn í leikinn.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner