Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   mán 15. júlí 2024 22:49
Sölvi Haraldsson
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var þungur skellur en núna þurfum við að koma okkur strax á fætur. Við voru gífurlega ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og þjörmuðum að þeim. En það féll ekki með okkur. Við óskum Fylkismönnum til hamingju með þennan sigur, þeir voru virkilega öflugir hér í dag.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 tap hans manna á Fylki í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Jón Þór var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum og talar um að þeir hafi verið ólíkir sjálfum sér.

„Það má segja að við höfum bara ekki náð að sýna okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Það vantaði töluvert upp á baráttu, dugnað og vilja, og bara það sem gerir okkur að góðu liði.“

„Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik hvað þetta varðar. Við vorum að reyna að gera hluti sem við vorum ekki nægilega góðir að gera. Við gerðum það þægilegt fyrir þá að verjast í fyrri hálfleik.“

Skagaþjálfarinn talar um að hans tilfinning hafi verið þannig að eitt Skagamark í stöðunni 2-0 fyrir Fylki hefði breytt leiknum. Hann telur að þeir hefðu jafnað leikinn eftir að hafa minnkað muninn sem gerðist svo ekki.

„Það var mín tilfinning. Jón Gísli á skot í slá og við fáum nokkra góða sénsa sem við náðum ekki að klára. Það gekk ekki í dag. Strákarnir gerðu allt sem þeir gátu til að koma til baka úr slæmri stöðu í fyrri hálfleiknum. Þannig það er margt jákvætt sem ég var ánægður með í seinni hálfleiknum og við þurfum að taka það með okkur og koma okkur aftur á fætur.“

Fyrsta breyting Skagamanna kom ekki fyrr en eftir 3-0 markið en Jón Þór er svekktur út í sjálfan sig eftir leik að hafa ekki gert breytingu fyrr.

Í raun og veru var ég svekktur út í sjálfan mig í leikslok að hafa ekki gert taktíska breytingu fyrr. Að koma mönnum inn á. Mér fannst ekki ástæða til að kippa mönnum útaf því við vorum að skapa okkur færi og við vorum að komast í fínar stöður. Ég hefði átt að fjölga mönnunum inn í teig fyrr. Ég var pínu hikandi að taka menn útaf því mér fannst við vera að skapa okkur nóg til að koma til baka inn í leikinn.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner