Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 15. júlí 2024 22:49
Sölvi Haraldsson
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var þungur skellur en núna þurfum við að koma okkur strax á fætur. Við voru gífurlega ólíkir okkur í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með það hvernig við komum út í seinni hálfleikinn og þjörmuðum að þeim. En það féll ekki með okkur. Við óskum Fylkismönnum til hamingju með þennan sigur, þeir voru virkilega öflugir hér í dag.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, eftir 3-0 tap hans manna á Fylki í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 ÍA

Jón Þór var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum og talar um að þeir hafi verið ólíkir sjálfum sér.

„Það má segja að við höfum bara ekki náð að sýna okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Það vantaði töluvert upp á baráttu, dugnað og vilja, og bara það sem gerir okkur að góðu liði.“

„Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik hvað þetta varðar. Við vorum að reyna að gera hluti sem við vorum ekki nægilega góðir að gera. Við gerðum það þægilegt fyrir þá að verjast í fyrri hálfleik.“

Skagaþjálfarinn talar um að hans tilfinning hafi verið þannig að eitt Skagamark í stöðunni 2-0 fyrir Fylki hefði breytt leiknum. Hann telur að þeir hefðu jafnað leikinn eftir að hafa minnkað muninn sem gerðist svo ekki.

„Það var mín tilfinning. Jón Gísli á skot í slá og við fáum nokkra góða sénsa sem við náðum ekki að klára. Það gekk ekki í dag. Strákarnir gerðu allt sem þeir gátu til að koma til baka úr slæmri stöðu í fyrri hálfleiknum. Þannig það er margt jákvætt sem ég var ánægður með í seinni hálfleiknum og við þurfum að taka það með okkur og koma okkur aftur á fætur.“

Fyrsta breyting Skagamanna kom ekki fyrr en eftir 3-0 markið en Jón Þór er svekktur út í sjálfan sig eftir leik að hafa ekki gert breytingu fyrr.

Í raun og veru var ég svekktur út í sjálfan mig í leikslok að hafa ekki gert taktíska breytingu fyrr. Að koma mönnum inn á. Mér fannst ekki ástæða til að kippa mönnum útaf því við vorum að skapa okkur færi og við vorum að komast í fínar stöður. Ég hefði átt að fjölga mönnunum inn í teig fyrr. Ég var pínu hikandi að taka menn útaf því mér fannst við vera að skapa okkur nóg til að koma til baka inn í leikinn.

Viðtalið við Jón Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir