Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 18:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Víkings: Ísak ekki með
Blikar gera þrjár breytingar og Víkingar tvær
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Djuric.
Danijel Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo byrjar á bekknum.
Pablo byrjar á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 19:15 flautar Jóhann Ingi Jónsson til leiks stórleik Breiðabliks og Víkinga á Kópavogsvelli þegar 17.umferð Bestu deildar karla líður undir lok.

Breiðablik og Víkingur eru af flestum talinn bestu lið landsins um þessar mundir en þessi lið börðust einmitt fram að lokadegi síðasta tímabils um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Víkingur hafði betur en Víkingar bættu þá einnig við bikarmeistaratitli við stórkostlegt tímabil sitt.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Það er ljóst að baráttan mun verða hörð á Kópavogsvelli en Breiðablik hefur fyrir leikinn í dag átta stiga forystu á Víkinga sem sitja í þriðja sæti deildarinnar en hafa þó leikið einum leik minna. Breiðablik getur því farið langleiðina með því að tryggja sér efsta sætið áður en deildinni verður skipt upp í tvennt en vinni Víkingur þá jafna þeir KA að stigum í öðru sæti deildarinnar og geta minnkað forystu Blika í tvö stig með hagstæðum úrslitum í leiknum sem þeir eiga til góða og komið með gríðarlega spennu fyrir lokakafla mótsins.

Breiðablik gerir þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Istanbul Basaksehir en inn í liðið koma Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Davíð Ingvarsson.

Ísak Snær Þorvaldsson, sem hefur verið magnaður í sumar, er ekki með vegna höfuðmeiðsla.

Víkingar gera þá tvær breytingar á sínu liði frá einvígi sínu gegn Lech Poznan en inn koma Danijel Djuric og Davíð Örn Atlason. Danijel er að mæta sínum gömlu félögum í Breiðabliki.




Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
0. Höskuldur Gunnlaugsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
8. Viktor Karl Einarsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
9. Helgi Guðjónsson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)
24. Davíð Örn Atlason

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner