Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Liverpool og Crystal Palace: Phillips frekar en Gomez
Nat Phillips byrjar óvænt.
Nat Phillips byrjar óvænt.
Mynd: Bournemouth
Zaha byrjar auðvitað hjá Palace.
Zaha byrjar auðvitað hjá Palace.
Mynd: Getty Images
Núna klukkan 19:00 hefst síðasti leikur annarar umferðar í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool, sem byrjaði tímabilið á jafntefli gegn Fulham, fær Crystal Palace í heimsókn.

Darwin Nunez, sem kom inn af bekknum í fyrsta leiknum gegn Fulham, byrjar í kvöld. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir alls fjórar breytingar.

Það eru óvænt tíðindi hjá Liverpool því Nat Phillips byrjar. Miðvörðurinn var á láni hjá Bournemouth á síðustu leiktíð en hann byrjar þar sem Joel Matip er meiddur. Joe Gomez er á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli.

Þá koma Harvey Elliott og James Milner inn á miðsvæðið hjá Liverpool.

Joel Ward kemur inn í byrjunarlið Palace frá tapinu gegn Arsenal í fyrstu umferð. Það lítur út fyrir að gestirnir verði með fimm manna varnarlínu í kvöld.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Phillips, Robertson, Fabinho, Elliott, Milner, Salah, Diaz, Nunez.
(Varamenn: Adrian, Gomez, Keita, Carvalho, Bajcetic, Van den Berg, Henderson, Tsimikas, Clark)

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Clyne, Andersen, Guehi, Mitchell, Ward, Doucoure, Schlupp, Eze, Ayew, Zaha.
(Varamenn: Johnstone, Olise, Milivojevic, Mateta, Hughes, Ebiowei, Richards, Edouard, Plange)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner