Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tíu leikmenn Liverpool björguðu stigi
Luis Diaz bjargaði stiginu fyrir Liverpool.
Luis Diaz bjargaði stiginu fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha skoraði mark Palace.
Wilfried Zaha skoraði mark Palace.
Mynd: Getty Images
Nunez fékk rautt spjald.
Nunez fékk rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Wilfred Zaha ('32 )
1-1 Luis Diaz ('61 )
Rautt spjald: Darwin Nunez, Liverpool ('57)

Liverpool er strax fjórum stigum á eftir Manchester City þegar tvær umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool gerði jafntefli við Fulham í fyrstu umferð og í kvöld var niðurstaðan jafntefli gegn Crystal Palace í fyrsta heimaleik tímabilsins.

Heimamenn voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik, voru 75 prósent með boltann og áttu 17 marktilraunir en það er ekki alltaf spurt að því hvort liðið eigi fleiri tilraunir.

Palace skoraði nefnilega eina markið í fyrri hálfleiknum. Það var Wilfried Zaha sem skoraði það eftir hraða sókn. Um var að ræða aðra snertingu Palace í teig Liverpool. Heimamenn höfðu átt 25 snertingar í teig Palace áður en markið kom.

Nat Phillips, sem kom inn í lið Liverpool fyrir þennan leik, leit ekkert sérstaklega vel út í markinu.

Í seinni hálfleik gerðist Darwin Nunez, nýr sóknarmaður Liverpool, svo sekur um mikil heimskupör. Hann fékk rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, miðvörð Palace.

Andersen vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, hann náði aðeins að æsa upp í Nunez og veiddi hann út af. Liverpool festi í sumar kaup á Nunez frá Benfica. Kaupverðið á honum gæti farið upp í 100 milljónir evra. Hann byrjaði á því að leggja upp og skora gegn Fulham, en hann fann sig ekki alveg nægilega vel í þessum leik og var svo nappaður í gildru sem hann féll beint ofan í - afskaplega heimskulegt hjá honum.

Liverpool sýndi samt karakter með því að jafna og var það Luis Diaz sem gerði það. Markið var virkilega flott, einstaklingsframtak hjá Kólumbíumanninum.

Palace var óheppið að taka ekki forystuna aftur þegar Zaha átti tilraun í stöngina stuttu síðar.

Liverpool var heilt yfir mikið sterkari aðilinn en niðurstaðan í þessum leik 1-1 jafntefli.

Það er búist við því að þetta verði aftur barátta á milli Man City og Liverpool um titilinn en þetta byrjar ekki fyrir vel fyrir síðarnefnda liðið sem er bara með tvö stig. Þeir eru þó ansi líklegir til að ná í fyrsta sigurinn gegn Manchester United næsta mánudagskvöld, allavega ef miðað er við fyrstu tvo leiki United sem hafa verið skelfilegir af þeirra hálfu. Palace er með eitt stig eftir tap gegn Arsenal í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner