Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli á toppnum og Juventus byrjar mjög vel
Vlahovic skoraði.
Vlahovic skoraði.
Mynd: Getty Images
Juventus byrjar nýtt tímabil í ítölsku úrvalsdeildinni á sigri. Juve fékk Sassuolo í heimsókn í kvöld og vann nokkuð þægilegan sigur.

Angel Di Maria, sem kom frá Paris Saint-Germain í sumar, gerði fyrsta mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks og bætti Dusan Vlahovic við öðru af vítapunktinum stuttu áður en flautað var til hálfleiks.

Serbneska markamaskínan var svo aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks og gerði þá algjörlega út um leikinn.

Síðustu tímabil hafa verið mjög döpur hjá Juventus og spurning hvort þeir geri ekki betur núna.

Það er Napoli sem er á toppnum eftir fyrstu umferðina, en þeir unnu 2-5 sigur á Hellas Verona í kvöld. Það voru fimm mismunandi markaskorarar í liði Napoli í kvöld.

Verona 2 - 5 Napoli
1-0 Kevin Lasagna ('29 )
1-1 Khvicha Kvaratskhelia ('37 )
1-2 Victor Osimhen ('45 )
2-2 Thomas Henry ('48 )
2-3 Piotr Zielinski ('55 )
2-4 Stanislav Lobotka ('65 )
2-5 Matteo Politano ('79 )

Juventus 3 - 0 Sassuolo
1-0 Angel Di Maria ('26 )
2-0 Dusan Vlahovic ('43 , víti)
3-0 Dusan Vlahovic ('51 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner