Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 09:48
Elvar Geir Magnússon
Mistök hjá Man Utd að velja De Gea fram yfir Henderson?
Dean Henderson átti frábæran leik.
Dean Henderson átti frábæran leik.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Dean Henderson átti sannkallaðan stórleik fyrir nýliða Nottingham Forest í 1-0 sigri gegn West Ham í gær. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var meðal áhorfenda.

Henderson er á láni frá Manchester United og eftir að David de Gea átti skelfilegan leik fyrir United gegn Brentford á laugardag vaknar sú umræða hvort félagið hafi gert mistök með því að velja Spánverjann fram yfir Henderson?

Henderson varði allt sem á markið kom í leiknum á City Ground í gær, meðal annars vítaspyrnu Declan Rice.

„Stundum þarftu að treysta á að markvörðurinn þinn geri stóra hluti. Skiljanlega tala allir um vítavörsluna en alhliða frammistaða hans og ákvarðanatökur voru góðar," segir Steve Cooper, stjóri Forest.

„Við erum lið sem vill vera með boltann en við þurftum að spila með smá varfærni í seinni hálfleik og Dean höndlaði það virkilega vel. Hann var vel staðsettur. Hann gerði vel og nú þarf hann að gera aftur vel um næstu helgi."
Athugasemdir
banner
banner
banner