Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Udogie er lentur í læknisskoðun hjá Tottenham
Mynd: EPA

Ítalski bakvörðurinn Destiny Udogie er lentur í London þar sem hann gengst undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir fimm ára samning við Tottenham.


Udogie kemur frá Udinese og borgar Tottenham 20 milljónir punda fyrir. Bakvörðurinn fer aftur til Ítalíu á eins árs lánssamningi og mun því ekki spila fyrir Tottenham fyrr en haustið 2023 í fyrsta lagi.

Táningurinn átti frábært tímabil með Udinese á síðustu leiktíð og er byrjaður að spila með U21 árs landsliðinu þrátt fyrir að eiga ekki tvítugsafmæli fyrr en í lok nóvember.

Udogie skoraði 5 mörk í 35 deildarleikjum á síðustu leiktíð og var meðal annars eftirsóttur af stórliðum í heimalandinu en Tottenham vann kapphlaupið.


Athugasemdir
banner
banner
banner