Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fim 15. ágúst 2024 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Haralds spáir í 17. umferð Bestu deildar kvenna
Sölvi Haraldsson.
Sölvi Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney mun eiga besta leik sögunnar ef spáin rætist.
Fanney mun eiga besta leik sögunnar ef spáin rætist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik mætir Þrótti.
Nik mætir Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fara fram í 17. umferð Bestu deild kvenna í dag. Umferðin er tvískipt út af bikarúrslitaleiknum sem fram fer á morgun. Þar mætast Valur og Breiðablik. Leikir þeirra í þessari umferð fara fram næsta þriðjudag.

Hins vegar fara þrír leikir fram í kvöld. Það er Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem spáir í leiki umferðarinnar.

Þetta er næstsíðasta umferðin fyrir tvískiptingu.

Þór/KA 3 - 1 Stjarnan (17:30 í kvöld)
Þar sem það virðist ekkert ganga upp hjá karlaliðinu ætla ég að gleðja Sæbjörn Steinke vin minn og segja að Þór/KA taki þetta. Fólk má dæma mig en ég held að Sandra María setji þrennu. Það eru ekki mörg mörk í leikjum Stjörnunnar en ég held að þessi opnist aðeins. Stjörnukonur minnka muninn á 90. mínútu af punktinum.

Keflavík 2 - 2 FH (18:00 í kvöld)
Keflavíkurkonur hafa verið ekkert smá óheppnar í seinustu leikjum. Einstaklingsmistök og fleira sem hefur kostað þær mörg stig. FH-ingar aftur á móti, þær hafa ekki verið nægilega góðar og valdið mér pínu vonbrigðum eftir að hafa séð þær á undirbúningstímabilinu. Þetta verður stál í stál en FH-ingar stela punktinum alveg í lokin hugsa ég.

Víkingur R. 4 - 1 Tindastóll (19:15 í kvöld)
Minn maður John Andrews er að gera magnaða hluti með þetta Víkingslið og partýið heldur áfram. Það verður 3-0 fyrir Vikes eftir 10 mínútur og Stólarnir gera þrefalda breytingu eftir korter sem róar þetta niður. Svo bara klára stelpurnar hans John þetta.

Valur 8 - 0 Fylkir (18:00 á þriðjudag)
Eftir jafnteflið í seinasta leik held ég að Pétur Péturs sé virkilega ósáttur og hendir í einhverja veislu fyrir okkur. Fanney Inga ver þrjú víti í leiknum og leggur upp tvö. Ein stoðsendingin verður beint eftir að hafa gripið annað vítið. Fanndís leggur upp fjögur og skorar eitt. Held að Anna Rakel setji allavegana eitt og Ísabella verður einnig á skotskónum.

Þróttur R. 1 - 2 Breiðablik (18:00 á þriðjudag)
Blikaliðið kemst snemma yfir og Nik verður syngjandi og trallandi á hliðarlínunni þangað til Óli Kristjáns hendir í skiptingu undir lokin. Þróttarar jafna á 90. mínútu en á meðan þær eru að fagna stiginu segir Nik “hold my beer” og Katrín Ásbjörns vinnur leikinn. Nik fagnar fyrir framan varamannabekk Þróttara. Þessi sigur verður þýðinganikill.

Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Guðný Geirsdóttir (2 réttir)
Bryndís Arna Níelsdóttir (2 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner