Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. september 2019 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór vann gegn Gumma Tóta - Kjartan og Dagur skoruðu tvö
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry ásamt Kára Árnasyni.
Kjartan Henry ásamt Kára Árnasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson.
Dagur Dan Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Malmö hafði betur gegn Norrköping þegar liðin mættust í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö og var Guðmundur Þórarinsson í byrjunarliði Norrköping. Soren Rieks skoraði sigurmark Malmö snemma í seinni hálfleiknum.

Arnór Ingvi fór af velli á 62. mínútu. Guðmundur lék allan leikinn fyrir Norrköping.

Malmö er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Kolbeini Sigþórssyni og félögum í AIK. Norrköping er í sjöunda sæti með 40 stig.

Sjá einnig:
Sviþjóð: Mikilvægur sigur AIK á Häcken - Bjarni Mark í fínum málum í B-deildinni

Rosengård með fjögurra stiga forskot á toppnum
Glódís Perla Viggósdóttir og hennar stöllur í Rosengård eru á toppnum í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð. Þær báru sigurorðið af Göteborg í dag.

Glódís lék allan leikinn í dag, en hann endaði 2-0. Bæði mörkin komu þegar um stundarfjórðungur var eftir. Rosengård er með fjögurra stiga forskot á Vittsjö á toppi deildarinnar.

Í fallbaráttunni var Íslendingaslagur þar sem Djurgården og Limhamn Bunkeflo 07 gerðu markalaust jafntefli.

Ingibjörg Sigurðardóttir var sú eina af Íslendingunum sem spilaði leikinn. Hún lék í vörn Djurgården og stóð sína plikt. Guðrún Arnardóttir var á bekknum hjá Djurgården og Andrea Thorisson á bekknum hjá LB 07.

Djurgården er í næst neðsta sæti með 10 stig. LB 07 er í sætinu fyrir ofan með 12 stig.

Kjartan Henry með tvennu
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvisvar í seinni hálfleik þegar Vejle vann 3-0 sigur á Hvidovre í dönsku B-deildinni.

Vejle er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki. Kjartan er búinn að skora sex mörk í sjö deildarleikjum á tímabilinu. Góð byrjun hjá framherjanum.

Hjörtur Hermannsson kom ekkert við sögu hjá Bröndby þegar liðið vann 4-2 á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Hjörtur hefur verið byrjunarliðsmaður í upphafi tímabils, en þurfti að gera sér það að góðu í dag að sitja á bekknum.

Bröndby er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig.

Sjá einnig:
Danmörk: Mikael skoraði í sigri Midtjylland á Frederik og félögum

Dagur Dan gerði tvö í C-deildinni
Í norsku úrvalsdeildinni voru Oliver Sigurjónsson og Samúel Kári Friðjónsson ekki í hóp hjá sínum liðum.

Bodø/Glimt, lið Olivers, gerði 3-3 jafntefli gegn Stabæk, en liðið er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá Stabæk. Samúel Kári var í leikbanni er Viking vann 2-0 sigur á Odd. Viking er í sjöunda sæti með 30 stig.

Í norsku B-deildinni gerðu Íslendingaliðin Start og Sandefjord jafntefli í leikjum sínum.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn hjá Start í markalausu jafntefli gegn Strommen. Jóhannes Þór Harðarson stýrir Start sem er í öðru sæti með jafnmörg stig og Sandefjord.

Sandefjord gerði 1-1 jafntefli gegn Sogndal á útivelli. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord, Emil Pálsson var allan tímann á bekknum.

Í norsku C-deildinni gerði Dagur Dan Þórhallsson tvennu fyrir Kvik Halden. Dagur sá til þess að sínir menn væru 2-0 yfir í hálfleik, í leik sem endaði 4-0. Dagur er í láni frá úrvalsdeildarfélaginu Mjøndalen.

Kvik Halden er í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner