Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 15. september 2019 17:24
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Er með eitt tilboð á borðinu í Svíþjóð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann, vorum að reyna að sækja og skapa og það gekk svona ágætlega. Við fengum álitlegar leikstöður og fengum þó nokkuð af fyrirgjöfum en náðum bara ekki að koma boltanum í markið. Mér fannst Stjörnuliðið frábært í dag, varnarlega," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Stjarnan

Þetta var síðasti heimaleikur Donna með Þór/KA, en hann flytur til Svíþjóðar í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning. Þetta er búið að vera mitt annað heimili núna í fimm ár, fyrst með Þórsliðið og svo Þór/KA. Ég á mikið af minningum með þessum liðum og er afskaplega þakklátur fyrir minn tíma með þeim, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki. Ég á eftir að átta mig aðeins á þessu betur, það verður skrýtið að koma ekki hingað reglulega."

Donni segist ánægður með árangurinn sem náðst hefur, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2017 og náði góðum árangri í Evrópukeppni. Nú tekur líklega ný áskorun við erlendis, því honum hefur þegar boðist samningur í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref þar og sjá hvort það verði ekki til þess að fá aðeins öðruvísi vídd í þjálfun og kannski öðruvísi reynslu. Ég hef ekkert meira um það að segja, ég vil halda öllum möguleikum opnum og hef ekki skrifað undir neitt. Það er ekkert staðfest en eitt tilboð er á borðinu og ég er að vonast eftir því að það detti inn eitt eða tvö í viðbót."
Athugasemdir
banner