Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 15. september 2019 17:24
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Er með eitt tilboð á borðinu í Svíþjóð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann, vorum að reyna að sækja og skapa og það gekk svona ágætlega. Við fengum álitlegar leikstöður og fengum þó nokkuð af fyrirgjöfum en náðum bara ekki að koma boltanum í markið. Mér fannst Stjörnuliðið frábært í dag, varnarlega," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Stjarnan

Þetta var síðasti heimaleikur Donna með Þór/KA, en hann flytur til Svíþjóðar í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning. Þetta er búið að vera mitt annað heimili núna í fimm ár, fyrst með Þórsliðið og svo Þór/KA. Ég á mikið af minningum með þessum liðum og er afskaplega þakklátur fyrir minn tíma með þeim, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki. Ég á eftir að átta mig aðeins á þessu betur, það verður skrýtið að koma ekki hingað reglulega."

Donni segist ánægður með árangurinn sem náðst hefur, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2017 og náði góðum árangri í Evrópukeppni. Nú tekur líklega ný áskorun við erlendis, því honum hefur þegar boðist samningur í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref þar og sjá hvort það verði ekki til þess að fá aðeins öðruvísi vídd í þjálfun og kannski öðruvísi reynslu. Ég hef ekkert meira um það að segja, ég vil halda öllum möguleikum opnum og hef ekki skrifað undir neitt. Það er ekkert staðfest en eitt tilboð er á borðinu og ég er að vonast eftir því að það detti inn eitt eða tvö í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner