Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 15. september 2019 17:24
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Er með eitt tilboð á borðinu í Svíþjóð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann, vorum að reyna að sækja og skapa og það gekk svona ágætlega. Við fengum álitlegar leikstöður og fengum þó nokkuð af fyrirgjöfum en náðum bara ekki að koma boltanum í markið. Mér fannst Stjörnuliðið frábært í dag, varnarlega," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Stjarnan

Þetta var síðasti heimaleikur Donna með Þór/KA, en hann flytur til Svíþjóðar í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning. Þetta er búið að vera mitt annað heimili núna í fimm ár, fyrst með Þórsliðið og svo Þór/KA. Ég á mikið af minningum með þessum liðum og er afskaplega þakklátur fyrir minn tíma með þeim, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki. Ég á eftir að átta mig aðeins á þessu betur, það verður skrýtið að koma ekki hingað reglulega."

Donni segist ánægður með árangurinn sem náðst hefur, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2017 og náði góðum árangri í Evrópukeppni. Nú tekur líklega ný áskorun við erlendis, því honum hefur þegar boðist samningur í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref þar og sjá hvort það verði ekki til þess að fá aðeins öðruvísi vídd í þjálfun og kannski öðruvísi reynslu. Ég hef ekkert meira um það að segja, ég vil halda öllum möguleikum opnum og hef ekki skrifað undir neitt. Það er ekkert staðfest en eitt tilboð er á borðinu og ég er að vonast eftir því að það detti inn eitt eða tvö í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner