Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 15. september 2019 17:24
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Er með eitt tilboð á borðinu í Svíþjóð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann, vorum að reyna að sækja og skapa og það gekk svona ágætlega. Við fengum álitlegar leikstöður og fengum þó nokkuð af fyrirgjöfum en náðum bara ekki að koma boltanum í markið. Mér fannst Stjörnuliðið frábært í dag, varnarlega," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Stjarnan

Þetta var síðasti heimaleikur Donna með Þór/KA, en hann flytur til Svíþjóðar í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning. Þetta er búið að vera mitt annað heimili núna í fimm ár, fyrst með Þórsliðið og svo Þór/KA. Ég á mikið af minningum með þessum liðum og er afskaplega þakklátur fyrir minn tíma með þeim, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki. Ég á eftir að átta mig aðeins á þessu betur, það verður skrýtið að koma ekki hingað reglulega."

Donni segist ánægður með árangurinn sem náðst hefur, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2017 og náði góðum árangri í Evrópukeppni. Nú tekur líklega ný áskorun við erlendis, því honum hefur þegar boðist samningur í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref þar og sjá hvort það verði ekki til þess að fá aðeins öðruvísi vídd í þjálfun og kannski öðruvísi reynslu. Ég hef ekkert meira um það að segja, ég vil halda öllum möguleikum opnum og hef ekki skrifað undir neitt. Það er ekkert staðfest en eitt tilboð er á borðinu og ég er að vonast eftir því að það detti inn eitt eða tvö í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner
banner