Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 15. september 2019 17:24
Rögnvaldur Már Helgason
Donni: Er með eitt tilboð á borðinu í Svíþjóð
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum með boltann, vorum að reyna að sækja og skapa og það gekk svona ágætlega. Við fengum álitlegar leikstöður og fengum þó nokkuð af fyrirgjöfum en náðum bara ekki að koma boltanum í markið. Mér fannst Stjörnuliðið frábært í dag, varnarlega," sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA eftir markalaust jafntefli gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Stjarnan

Þetta var síðasti heimaleikur Donna með Þór/KA, en hann flytur til Svíþjóðar í haust.

„Þetta er skrýtin tilfinning. Þetta er búið að vera mitt annað heimili núna í fimm ár, fyrst með Þórsliðið og svo Þór/KA. Ég á mikið af minningum með þessum liðum og er afskaplega þakklátur fyrir minn tíma með þeim, leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsfólki. Ég á eftir að átta mig aðeins á þessu betur, það verður skrýtið að koma ekki hingað reglulega."

Donni segist ánægður með árangurinn sem náðst hefur, hann gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2017 og náði góðum árangri í Evrópukeppni. Nú tekur líklega ný áskorun við erlendis, því honum hefur þegar boðist samningur í Svíþjóð.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref þar og sjá hvort það verði ekki til þess að fá aðeins öðruvísi vídd í þjálfun og kannski öðruvísi reynslu. Ég hef ekkert meira um það að segja, ég vil halda öllum möguleikum opnum og hef ekki skrifað undir neitt. Það er ekkert staðfest en eitt tilboð er á borðinu og ég er að vonast eftir því að það detti inn eitt eða tvö í viðbót."
Athugasemdir
banner
banner