Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið hefur undirbúning - Dagný tók ekki fullan þátt
Icelandair
Dagný á Laugardalsvelli í gær.
Dagný á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið hóf í gær undirbúning fyrir komandi leiki í undankeppni EM.

Ísland fær Lettland í heimsókn á Laugardalsvöll á fimmtudag áður en liðið mætir Svíum í toppslag á þriðjudaginn í næstu viku.

Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Selfyssinga, tók ekki fullan þátt á æfingu í gær en hún er að glíma við smávægileg meiðsli.

Dagný ætti hins vegar að vera klár í slaginn fyrir leikinn á fimmtudag.

Leikurinn á fimmtudag verður fyrsti leikur kvennalandsliðsins í nýjum búningum frá Puma.

Ísland og Svíþjóð eru bæði með fullt hús stiga en þessi lið berjast um efsta sætið sem gefur sæti á EM í Englandi á þarnæsta ári. Liðin sem verða með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil.

Sjá einnig:
Myndaveisla: Æfing Íslands á Laugardalsvelli í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner