Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klárast heimsreisa Honda í Litháen?
Keisuke Honda.
Keisuke Honda.
Mynd: Getty Images
Japanski miðjumaðurinn Keisuke Honda hefur skrifað undir hjá nýju félagi; FK Suduva í Litháen.

Honda hefur svo sannarlega komið víða við á ferlinum og það er spurning hvort hann sé að loka hringnum með stoppi í Litháen, eða hvort hann taki eitt til tvö stopp í viðbót eftir dvölina þar í landi.

Samningurinn við FK Suduva er bara út þetta ár eða svo.

Honda steig sín fyrstu skref með Nagoya Grampus Eight í Japan, áður en hann fluttist til Evrópu. Hann spilaði með VV Venlo í Hollandi og CSKA Moskvu í Rússlandi áður en hann skipti yfir til ítalska stórliðsins AC Milan.

Síðan hann yfirgaf AC Milan hefur hann spilað í Mexíkó, Ástralíu, Hollandi, Brasilíu, Portúgal og Aserbaídsjan. Sannkölluð heimsreisa hjá þessum hæfileikaríka leikmanni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner