Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. september 2022 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Joaquin elsti markaskorari Evrópudeildarinnar frá upphafi
Joaquin
Joaquin
Mynd: Getty Images
Spænski vængmaðurinn Joaquin skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld er hann skoraði í 3-2 sigri Real Betis á Ludogorets í Evrópudeildinni en hann er nú elsti markaskorari keppninnar frá upphafi.

Joaquin, sem fagnaði 41 árs afmæli sínu fyrr í sumar, var í byrjunarliði Betis í kvöld og skoraði mark sitt á 39. mínútu leiksins og kom Betis í 2-0.

Þetta var merktilegt mark sem hann skoraði því hann er nú elsti markaskorari Evrópudeildarinnar frá upphafi.

Joaquin er 41 árs og 45 daga gamall og tekur því metið nokkuð örugglega en norski miðjumaðurinn Daniel Berg Hestad átti metið er hann skoraði fyrir Molde gegn Celtic fyrir sjö árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner