Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. september 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Southgate getur ekki geymt Bellingham á bekknum
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Hinn nítján ára gamli Jude Bellingham skoraði mark Borussia Dortmund þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester City í Meistaradeildinni í gær. Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC, segir að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands geti hreinlega ekki haldið leikmanninum fyrir utan byrjunarlið sitt.

Bellingham hafi verið hjartað á miðju Dortmund sem hafi á löngum köflum spilað frábærlega á Etihad leikvangnum.

„Bellingham á eftir að verða enn betri enda er hann það ungur. En hann virðist þegar vera orðinn fullmótaður miðjumaður og það er ómögulegt að finna rök fyrir því hvernig Southgate getur sleppt því að hafa hann í byrjunarliðinu," segir McNulty.

Southgate hefur verið með Kalvin Phillips í byrjunarliðinu en hann kom inn sem varamaður hjá City í blálok leiksins í gær, til að éta upp af klukkunni.

„Bellingham hefur allt sem England þarf til að hrista upp í liðinu, fá inn ferskleika og koma því aftur á beinu brautina eftir síðustu úrslit, þar á meðal 4-0 tapið gegn Ungverjalandi. Hann er með frábæra sendingatækni, er með varnargæðin sem Southgate þarf á miðjunni auk þess sem hann er snöggur og með auga fyrir mörkum. Eins og hann sýndi þegar hann kom Dortmund yfir með frábærum skalla," segir McNulty.

Bellingham er uppalinn hjá Birmingham en fór til Dortmund 2020. Hann hefur verið orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög og sögusagnir um að Liverpool muni leggja áherslu á að kaupa hann næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner