Jamie Redknapp og Paul Merson segja að tækling Timber í fyrri hálfleik í leik Tottenham og Arsenal í dag. Margir Tottenham menn vildu fá rautt spjald í þessu tilviki og þar á meðal Merson og Redknapp. Þeir vilja meina að hann hafi verið heppinn.
Timber fékk spjald fyrir brotið á Pedro Porro en þegar Jerred Gillet, dómari leiksins, talaði við VAR herbergið var ljóst að þetta var harkaleg tækling en hann hafi snert boltann í tæklingunni.
„Þetta er óeðlileg hegðun því hann fer klárlega með löppina fyrir ofan boltann með takkanna sína. Löppin hans síðan skoppar á boltanum.“ sagði Jamie Redknapp.
Redknapp rifjar síðan upp atvik sem gerðist á Tottenham vellinum í fyrra í leik Tottenham og Liverpool þegar Curtis Jones var rekinn af velli.
„Það átti sér stað svipuð tækling hérna í fyrra þegar Curtis Jones fékk rautt eftir tæklingu á Bissouma, það var mjög svipað. Timber var mjög, mjög heppinn.“
Paul Merson tók síðan undir með Redknapp.
„Aðrir dómarar hefðu gefið honum rautt. Hann þarf ekki að fara í þessa tæklingu svona. Þetta er óeðlileg tækling, hann var stálheppinn.“