Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 15. október 2019 12:33
Magnús Már Einarsson
Óli Skúla: Sá enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en hann mun starfa með aðalþjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi verður spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég var að velta minni framtíð fyrir mér, hvort ég ætlaði að spila annað tímabil eða ekki. Ég var á þeirri skoðun að gera það. Þegar var ákveðið að fara í Óla og Ata heyrðu þeir í mér og spurðu hvort ég væri til í að vera með í því teymi. Mér líst mjög vel á það," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net eftir undirskrift í dag.

Íhugaði að hætta að spila
Ólafur Ingi er 36 ára og hann ætlar að spila að minnsta kosti eit tímabil í viðbót. „Fyrir þetta tímabil var ég jafnvel á því að þetta yrði síðasta árið. Líkaminn er heill og andlega þyrstir mig í að spila fótbolta. Þess vegna sá ég enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil," sagði Ólafur Ingi en hvernig verður hlutverk hans í þjálfuninni?

„Ég verð aðstoðarþjálfari og kannski meira bakvið tjöldin í að greina mótherja. Síðan verð ég í mikili tengingu við yngri flokkana og sérstaklega 2, 3 og 4. flokk. Ég verð með aukaæfingar þegar líða tekur á sumarið. Ég verð þessi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks."

Ekki klárt í september
Helgi Sigurðsson hefur þjálfað Fylki í þrjú ár en tilkynnt var í september að hann yrði ekki áfram í Árbænum. Strax fóru af stað sögur um að Ólafur Ingi yrði í þjálfarateyminu en hann segir það ekki hafa legið fyrir þá.

„Nei, langt því frá. Ég er Fylkismaður og orðinn þetta gamall. Ég hef verið að safna þjálfaragráðum og langar að takast á við þetta. Ég hafði hugsað það lengra í framtíðinni. Af því að teymið er svo sterkt og við erum með tvo aðalþjálfara þá er þetta kannski góður tímapunktur til að finna smjörþefinn af þessu."

Ólafur Ingi hefur verið fyrirliði Fylkis síðan hann koma aftur til félagsins um sitt sumar 2018. Hann lætur nú af þeim störfum.

„Ég hugsa að það væri hálf kjánalegt að vera inni í þjálfarateymi, vera fyrirliði og taka víti og aukspyrnur. Við ræðum þessa hluti. Ég á ekki von á að vera fyrirliði áfram," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner