Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. október 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Ásta er líklega fyrsta konan með karlalandsliðinu
Icelandair
Ásta hugar að Birki Bjarnasyni í gær.
Ásta hugar að Birki Bjarnasyni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ljóst var að smit var komið upp í starfsmannateymi íslenska landsliðsins var ljóst að allir í teyminu þyrftu að fara í sóttkví og kalla þurfti til nýjan mannskap.

Meðal þeirra sem þurfti að skipta út voru sjúkraþjálfarar liðsins og inn komu fjórir nýir sjúkraþjálfarar.

Einn af þeim er kona, Ásta Árnadóttir fyrrverandi landsliðskona Íslands en það kom í hennar hlut að koma inn á völlinn þegar leikmenn íslenska liðsins meiddust.

Eftir fyrirspurn Fótbolta.net í gærkvöldi könnuðu starfsmenn KSÍ hvort Ásta væri fyrsta konan sem er í starfsliði karlalandsliðsins. Það fór svo að meira að segja elstu menn mundu ekki eftir annarri konu með liðinu.

Ásta er allajafna sjúkraþjálfari með kvennalandsliðinu sem hún einmitt lék með við svo góðan orðstýr í gamla daga. Þar var hún heimsfræg fyrir flikk-flakk innköstin sín sem má sjá á myndunum að neðan ásamt myndum af henni að störfum í gær.
Athugasemdir
banner
banner