Lewandowski á bekknum
Það fara fjórir leikir fram í efstu deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Skotland tekur á móti Portúgal í áhugaverðum slag þar sem Portúgalir geta svo gott sem tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri. Cristiano Ronaldo leiðir sóknarlínuna ásamt Diogo Jota og Francisco Conceicao, en Rafael Leao og Bernardo Silva eru meðal varamanna.
Skotar tefla fram sínu hefðbundna byrjunarliði þar sem Che Adams leiðir sóknarlínuna með Ryan Christie og Ben Doak á köntunum.
Ríkjandi Evrópumeistarar frá Spáni geta einnig komið níu tám í úrslitakeppnina með sigri í kvöld, þegar þeir fá Serbíu í heimsókn.
Luis de la Fuente gerir þrjár breytingar frá sigri Spánverja gegn Dönum í síðustu umferð, þar sem Marc Cucurella, Álex Baena og Mikel Merino koma inn í byrjunarliðið.
Aleksandar Mitrovic leiðir sóknarlínu Serba sem lögðu Sviss að velli í síðustu umferð og eru að berjast um annað sæti riðilsins.
Sviss tekur þá á móti Danmörku á meðan Pólland fær Króatíu í heimsókn, þar sem Robert Lewandowski byrjar á bekknum í liði heimamanna en Luka Modric er á sínum stað á miðju Króata.
Danir tefla fram sterku byrjunarliði sem inniheldur meðal annars Rasmus Höjlund, Christian Eriksen og Patrick Dorgu á meðan Manuel Akanji, Granit Xhaka og Zeki Amdouni eru meðal byrjunarliðsmanna í liði Svisslendinga.
Skotland: Gordon, Ralston, Souttar, Hanley, Robertson, McLean, Gilmour, McTominay, Christie, Doak, Adams
Portúgal: D.Costa, Cancelo, Dias, A.Silva, Mendes, Palhinha, Vitinha, Fernandes, Conceicao, D.Jota, Ronaldo
Spánn: Raya, Porro, Vivian, Laporte, Cucurella, Zubimendi, Ruiz, Merino, Oyarzabal, Baena, Morata
Serbía: Rajkovic, Nedeljkovic, Erakovic, Milenkovic, Pavlovic, Birmancevic, Maksimovic, Zdjelar, Samardzic, Joveljic, Mitrovic
Sviss: Kobel, Elvedi, Akanji, Garcia, Fernandes, Freuler, Xhaka, Ndoye, Amdouni, Rieder, Embolo
Danmörk: Schmeichel, Bah, Kristensen, Vestergaard, Nelsson, Dorgu, Hojbjerg, Eriksen, Gronbæk, Isaksen, Hojlund
Pólland: Bulka, Dawidowicz, Bednarek, Kiwior, Kaminski, Szymanski, Moder, Zielinski, Zalewski, Urbanski, Swiderski
Króatía: Livakovic, Sutalo, Erlic, Gvardiol, Sosa, Modric, Sucic, Perisic, Baturina, Kramaric, Matanovic
Athugasemdir