Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 15. október 2024 06:00
Auglýsingar
Knattspyrnuskóli Íslands - Fótboltanámskeið í vetrarfríinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuskóli Íslands er nýr skóli sem býður upp á fótboltanámskeið fyrir leikmenn fædda 2011-2018. Markmið skólans er að þróa færni og sjálfstraust leikmanna í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi.

Viktor Unnar Illugason er stjórnandi skólans en hann hefur starfað sem þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik og Val síðustu ár og hefur komið að þjálfun í 6., 4, 3, og 2. flokk ásamt því að vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Val á þessu ári. Viktor hefur í gegnum árin tekið að sér einstaklingsþjálfun og afreksæfingar fyrir bæði einstaklinga og minni hópa í fótbolta.

Smelltu hér til að skrá þig

Hvenær? Námskeiðið verður haldið í vetrarfríi grunnskólanna, dagana 24.-28. október. Æfingarnar fara fram milli 10:00 - 11:00 og 11:00 - 12:00.

Hvar? Námskeiðin verða haldin á Hlíðarenda þar sem krakkarnir munu njóta æfinganna í frábæru umhverfi.

Nánari lýsing: Boðið er upp á fjölbreytt námskeið með áherslu á grunnfærni, tækni, móttöku og skot.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir, en aðalmarkmikið er að leikmenn hafi gaman og geti tekið æfingarnar með sér heim til að bæta sig frekar. Komdu og vertu með okkur í spennandi fótboltaævintýri!

Gestaþjálfarar úr Bestu
Gestaþjálfarar úr Bestu deildinni verða á námskeiðinu. Þeir Danijel Dejan Djuric, Ísak Snær Þorvaldsson og Benoný Breki Andrésson mæta og aðstoða leikmenn og deila reynslu sinni og þekkingu með skemmtilegum en krefjandi æfingum.

Hvað kostar? 19,950 kr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner