Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   þri 15. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City hafnar beiðni River Plate
Claudio Echeverri verður hluti af leikmannahópi Man City frá janúar.
Claudio Echeverri verður hluti af leikmannahópi Man City frá janúar.
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City ætla að skrá Argentínumanninn Claudio Echeverri í leikmannahóp sinn í janúar.

Man City keypti Echeverri frá River Plate en samþykktu að lána hann aftur til argentínska félagsins til áramóta.

Lánsamningur hans endar núna í desember en River hafði vonast til að fá hann aftur á láni. Svo verður ekki, City ætlar að skrá hann í hóp sinn í janúar.

Manchester Evening News segir frá því að City hafi hafnað lánsbeiðni River en Echeverri hefur verið að spila mjög vel í Argentínu.

Echeverri er gríðarlega spennandi leikmaður og verður fróðlegt að fylgjast með honum í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner