Alphonso Davies, varnarmaður Bayern Munchen, er einn af þeim sem Manchester United horfir til upp á næsta sumar að gera. Það er Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi sem vekur athygli á því.
United hefur fylgst vel með kanadíska landsliðsmanninum og telur möguleikann á því að krækja í Davies vera góðan.
United hefur fylgst vel með kanadíska landsliðsmanninum og telur möguleikann á því að krækja í Davies vera góðan.
Davies er 23 ára vinstri bakvörður sem er á lokaári samningsins hjá Bayern og ef ekkert breytist getur hann yfirgefið félagið á frjálsri sölu næsta sumar.
Real Madrid hefur einnig sýnt Davies áhuga.
United var fyrr í dag orðað við þá Leon Goretzka og Leroy Sane hjá Bayern en í sumar voru þeir Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui keyptir til Manchester frá Munchen.
Athugasemdir