Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   þri 15. október 2024 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sir Alex hættir í starfi sínu hjá Man Utd í lok tímabils
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson verður ekki áfram í starfi hjá Manchester United í lok árs. Hann hefur verið í vellaunuðu starfi sem sendiherra félagsins frá því að hann hætti sem stjóri árið 2013.

Hann hefur unnið sem sendiherra á heimsvísu og verið í ráðgjafarhlutverki í stjórn félagsins. Hann hefur reglulega sést á leikjum liðsins í heiðursstúkunni.

Heimildarmenn BBC hjá United segja að ákvörðun hafi verið tekin í kjölfar Sir Alex og Sir Jim Ratcliffe í síðustu viku.

Ratcliffe er að reyna finna leiðir til að skera niður kostnað í kringum félagið til að geta fjárfest enn meira í liðinu sjálfur. Yfir 250 starfsmenn hjá félaginu hafa verið látnir fara og á það að spara um 10 milljónir punda á ári.

United tilkynnti í síðasta mánuði að félagið hefði tapað 113 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Reglur úrvalsdeildarinnar eru á þá leið að félög mega ekki skila tapi upp á meira en 115 milljónir punda yfir þriggja tímabila skeið.

Sir Alex er sigursælasti stjóri í sögu United, hann vann úrvalsdeildina 13 sinum, Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn fimm sinnum og fjóra deildabikara. Í frétt BBC segir að hann verði alltaf velkominn á Old Trafford. Sir Alex er 82 ára og va stjóri United á árunum 1986-2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner