Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Andorra skoraði í fyrsta skipti í 26 útileikjum - Náðu í stig
Úr leik Íslands og Andorra í síðasta mánuði.
Úr leik Íslands og Andorra í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andorra gerði óvænt 2-2 jafntefli gegn Albaníu í undankeppni EM í gær en þessi lið eru með Íslandi í riðli.

Andorra hafði leikið 26 mótsleiki í röð á útivelli án þess að skora mark fyrir leikinn í gær. Síðasta mark liðsins á útivelli hafði verið gegn Írum árið 2010.

Cristian Martinez skoraði bæði mörk Andorra í gær en liðið komst í 2-1 í leikjum á 48. mínútu áður en Albanía jafnaði nokkrum mínútum síðar.

Í síðasta mánuði vann Andorra sinn fyrsta leik í undankeppni EM í sögunni. Andorra hafði þá leikið 56 leiki í röð áður en liðið vann Moldóva 1-0 á heimavelli.

Andorra fær Tyrkland í heimsókn í síðasta leiknum í undankeppni EM á sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner