banner
   fös 15. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við ætlum að enda þetta almennilega"
Moldóva - Ísland á sunnudaginn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú lítur allt út fyrir það að Ísland muni taka þátt í umspili í mars um sæti á lokakeppni EM 2020.

Eftir markalaust jafntefli gegn Tyrklandi í gær varð það ljóst að strákarnir okkar munu ekki komast á mótið í gegnum riðilinn.

Umspilið er í mars og er langt í það, en Ari Freyr Skúlason, bakvörður landsliðsins, var ekki mikið um að hugsa um umspilið er hann ræddi við Fótbolta.net í gær.

Hann vill að liðið einbeiti sér að lokaleiknum í riðlinum, sem er gegn Moldóvu á sunnudaginn.

„Það er fyrst og fremst leikurinn á sunnudaginn. Við ætlum að enda þetta almennilega. Auðvitað verður þetta löng bið, en fyrst og fremst ætlum við að klára þetta með stæl," sagði Ari Freyr.

Leikurinn gegn Moldóvu fer fram á sunnudagskvöld klukkan 19:45, en Moldóva tapaði naumlega gegn Frakklandi í gær.
Ari Freyr: Vonandi koma fleiri og fleiri ungir leikmenn upp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner