Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 15. nóvember 2020 23:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Þór: Ekkert spennandi við að fá McClaren í þetta starf
Icelandair
Steve McClaren.
Steve McClaren.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren er að hætta sem landsliðsþjálfari.
Erik Hamren er að hætta sem landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steve McClaren er einn af þeim sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur kostur fyrir landsliðsþjálfarastarf Íslands.

Erik Hamren mun á miðvikudag stýra Íslandi í síðasta sinn þegar liðið mætir Englandi á Wembley.

Í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær var farið yfir nokkra möguleika. Tómas Þór Þórðarson nefndi nafn McClaren. Tómas sagðist hafa farið á stúfana eftir að Hamren tilkynnti í gærmorgun að hann myndi hætta sem landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Englandi.

McClaren er fyrrum landsliðsþjálfari Englands og margir muna eftir honum sem stjóra Middlesbrough. Hann var þá aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson þegar Manchester United vann þrennuna vorið 1999. McClaren mistókst að koma sterku liði Englands á EM 2008.

Síðast var hann við stjórnvölinn hjá QPR en hefur verið án félags síðan í fyrra.

Umræða var um það hver gæti tekið við af Hamren á Stöð 2 Sport eftir 2-1 tap gegn Dönum í kvöld. Þeir Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson birtu sex manna lista þeirra yfir mögulega arftaka Hamren. Allir á listanum eru Íslendingar.

Listi Atla Viðars og Davíðs:
Heimir Hallgrímsson
Rúnar Kristinsson
Arnar Þór Viðarsson
Heimir Guðjónsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Freyr Alexandersson

Kjartan Atli Kjartansson spurði þá hvort að íslenska landsliðið væri ekki orðið það stórt vörumerki að það væri hægt að taka stórt erlent nafn í starfið, eða hvort það væri bara draumsýn?

„Ég heyrði því fleygt fram að Steve McClaren væri á lausu. Það þýðir ekki að ná í einhvern erlendan þjálfara því hann er erlendur og þjálfaði einhvern tímann eitthvað. Ef maður les sig til um hvað Steve McClaren hefur gert undanfarin ár, þá er ekkert spennandi við það að fá hann í þetta starf. Mér finnst að fólk þurfi að átta sig á því," sagði Davíð Þór.

„Mér er alveg sama hvort þjálfarinn sé innlendur eða erlendur. Ég vil bara að það sé góður þjálfari sem getur bætt okkar leik. Við þurfum svo sannarlega á því að halda núna þegar það eru að verða ákveðin kynslóðarskipti. Það munu að öllum líkindum verða 3-5 ný laus sæti í byrjunarliðinu í næstu undankeppni," sagði Davíð enn fremur.

„Það er alls engin ávísun á góðan árangur eða gott gengi að sækja útlending bara af því að hann er fæddur einhvers staðar annars staðar en hérna

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskipti hjá Íslandi og Pepsi Max tíðindi
Athugasemdir
banner
banner
banner