Manchester United neyðist til að loka hluta af stúkunni á Old Trafford fyrir leikinn gegn Burnley í deildabikarnum í næstu viku.
Aðeins 62 þúsund sæti eru laus á vellinum vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga í Bretlandi
„Allir hjá Manchester United eru mjög svekktir yfir þessum fréttum, sérstaklega þeir sem eiga miða sem þetta mun hafa áhrif á. Öryggi stuðningsmanna er alltaf aðal atriðið," segir í yfirlýsingu frá félaginu.
Hluti af stúkunni verður lokað og þeir sem keyptu miða í þau svæði munu fá endurgreitt eða félagið reyni að koma þeim fyrir.
Athugasemdir