Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. desember 2022 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill ekki sjá Livakovic í Leeds
Mynd: Getty Images

Paul Robinson fyrrum landsliðsmarkvörður Englands ólst upp hjá Leeds og lék með aðalliði félagsins frá 1998-2004.


Dominik Livakovic hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í rammanum hjá króatíska landsliðinu á HM en Robinson vill ekki að Leeds næli í leikmanninn sem spilar með Dinamo Zagreb í heimalandinu.

„Ég hef ekki séð nóg af honum og ég myndi ekki kaupa hann miðað við eitt stórmót. Ég myndi klárlega ekki vilja sjá Meslier fara, það myndi ekki gerast í janúar, ef Meslier verður að fara yrði það græjað í sumar," sagði Robinson.

„Það er áhætta að ná í leikmann eftir stórmót. Livakovic hefur staðið sig vel á HM, verið sterkur í að verja víti. En ég hef ekki séð nóg af honum í deildarkeppni til að segja að þetta sé þess virði fyrir Leeds."

Livakovic hefur meðal annars verið orðaður við Bayern Munchen þar sem Manuel Neuer er frá vegna fótbrots.


Athugasemdir
banner
banner