Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. janúar 2021 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Albert verður að vera áfram"
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Pascal Janssen, sem hefur stýrt AZ Alkmaar að undanförnu, segir að Albert Guðmundsson megi ekki fara frá félaginu.

Íslendingurinn var í kuldanum eftir að Jansen tók við liðinu en byrjaði í 3-1 sigri gegn PSV í vikunni og spilaði þar allan leikinn. Það var fyrsti leikur Alberts í hollensku úrvalsdeildinni síðan 22. nóvember.

Jansen setti Albert í varaliðið en hann vildi lítið tjá sig um það sem gerðist á milli þeirra. Albert er nú kominn aftur í aðalliðið. Jansen segir að Albert verði að vera áfram hjá AZ.

„Appie (Albert) verður að vera áfram," sagði Jansen að því er kemur fram hjá De Telegraf.

Ferdy Druijf yfirgaf AZ á dögunum en það var ekki eitthvað sem Jansen bjóst við. „Það fór öðruvísi en ég bjóst við. Appie veit það alla vega að hann má ekki fara."

AZ er í fimmta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en liðið á leik ADO Den Haag í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner