Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 22. desember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
„Ákveðnir hlut­ir sem ég var ósátt­ur við og voru ekki í lagi"
„Það sem gerðist á milli mín og hans mun ég ekki ræða í fjölmiðlum,“ sagði Pascal Jan­sen, tímabundinn knattspyrnustjóri AZ Alkmaar eft­ir leik liðsins og Wil­lem II á sunnudag.

Jan­sen ráðinn tíma­bund­inn þjálf­ari liðsins eft­ir að Arne Slot var rek­inn fyrr í þess­um mánuði. Jansen er þarna að tala um mál Alberts Guðmundssonar sem var ekki í leikmannahópi AZ á sunnudag.

Jansen ýjar að því að Albert hafi gert eitthvað sem olli því að pirringur hafi myndast innan leikmannahóps liðsins.

„Ég er bú­inn að ræða við Al­bert og hóp­inn og fyr­ir mér er málið búið. Það voru ákveðnir hlut­ir sem ég var ósátt­ur við og voru ekki í lagi að mínu mati. Það er ekki hlut­verk leik­mann­anna að búa til aðstæður sem geta orðið þess vald­andi að ákveðinn pirr­ing­ur og mórall mynd­ist inn­an hóps­ins,“ bætti Jan­sen við.

Jansen staðfesti þá eftir leikinn að Albert myndi æfa með aðalliðinu á mánudag [í gær].

Sjá einnig:
Albert ekki í hóp fyrir „neikvætt hugarfar"
Albert látinn æfa með varaliðinu
Athugasemdir
banner
banner