Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Af hverju að vera með þessa ungu leikmenn?"
Mynd: EPA
Didi Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, skilur ekki hvers vegna svo mörgum leikjum er frestað í ensku úrvalsdeildinni.

Fjölmörgum leikjum hefur verið frestað í ensku úrvalsdeildinni síðustu vikur og eru fyrir því ýmsar ástæður; Covid, meiðsli og Afríkukeppnin.

Erkifjendurnir Tottenham og Arsenal áttu að eigast við í dag en þeim leik var frestað vegna beiðni Arsenal. Það var aðeins einn leikmaður Arsenal smitaður þegar félagið sótti um að fá leiknum frestað. Síðan þá hefur einn leikmaður í viðbót greinst smitaður.

Tottenham sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem félagið sagðist hissa á ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta leiknum.

Meiðsli eru líka að herja á leikmannahóp Arsenal og eru nokkrir leikmenn félagsins í Afríkukeppninni. Það eru reglur um að félög verði að spila ef þau eru með 13 útileikmenn og markvörð kláran í leik. Arsenal taldi sig ekki hafa það og því var leiknum frestað.

Hamann segist ekki skilja hvers vegna þessum leikjum er frestað. Hann telur þetta ekki vera að gerast annars staðar.

„Á bekknum hjá Bayern München var enginn leikmaður sem hafði spilað leik í þýsku úrvalsdeildinni en samt spiluðu þeir sinn leik. Félög í ensku úrvalsdeildinni eru með allt að 60 leikmenn en samt er leikjum frestað í hverri viku. Af hverju að að vera með þessa ungu leikmenn?" spyr Hamann.

Ungum leikmönnum er ekki mikið treyst í deild þeirra bestu á Englandi og hefur það verið þannig lengi.


Athugasemdir
banner