Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. janúar 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæunn Björns til Þróttar (Staðfest)
Sæunn í leik með Fylki síðasta sumar.
Sæunn í leik með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta sumar því miðjumaðurinn Sæunn Björnsdóttir er komin á láni frá Haukum.

Sæunn, sem er fædd árið 2001, er kraftmikill miðjumaður með mikla reynslu úr efstu deild með Haukum og Fylki - þar sem hún lék síðastliðið sumar. Í heild hefur hún leikið 135 leiki í meistaraflokki, þar af 34 í efstu deild. Þá hefur hún einnig leikið tvo leiki fyrir U19 ára landsliðið.

„Sæunn Björnsdóttir er öflug viðbót við kvennalið Þróttar,“ segir Kristján Kristjánsson, formaður Knattspyrnudeildar félagsins. „Hún hefur öðlast góða reynslu nú þegar og býr yfir hæfileikum sem nýtast munu liðinu vel þeirri miku samkeppni sem framundan er í efstu deild kvenna. Koma hennar undirstrikar enn og aftur að Þrótti er full alvara með að festa sig í deild hinna bestu."

Áður hafa þær Katla Tryggvadóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Danielle Marcano og Freyja Karín Þorvarðardóttir skrifað undir samning við Þrótt um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Þróttur náði frábærum árangri síðasta sumar. Liðið hafnaði í þriðja sæti efstu deild og komst í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem niðurstaðan var tap gegn Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner