Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   fim 16. janúar 2025 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Axel Örn fer til starfa hjá Sandefjörd.
Axel Örn er kominn til Sandefjörd.
Axel Örn er kominn til Sandefjörd.
Mynd: Sandefjord
Þjálfarinn Ael Örn Sæmundsson er farinn til Noregs og hefur tekið að sér starf sem þjálfari U17 karla hjá Sandefjord þar í landi. Liðið spilar í elítu deild í Noregi þar sem 10 bestu lið landsins í þessum aldursflokki spila.

Axel sem er 27 ára gamall og úr Þorlákshöfn var í fimm ár hjá Fjölni þar sem hann var með meistaraflokki kvenna í þrjú ár í Lengjudeildinni.

Auk þess var hann í þrjú ár hjá Stjörnunni þar sem hann stýrði kvennaliði Álftanes í þrjú tímabil en þar voru ungir leikmenn Stjörnunnar.

Hann kemur til Sandefjord frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði fyrir FA2000 sem yfirþjálfari kvennamegin, og aðalþjálfari U19 karla.
Athugasemdir
banner
banner