Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fim 16. janúar 2025 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Axel Örn fer til starfa hjá Sandefjörd.
Axel Örn er kominn til Sandefjörd.
Axel Örn er kominn til Sandefjörd.
Mynd: Sandefjord
Þjálfarinn Ael Örn Sæmundsson er farinn til Noregs og hefur tekið að sér starf sem þjálfari U17 karla hjá Sandefjord þar í landi. Liðið spilar í elítu deild í Noregi þar sem 10 bestu lið landsins í þessum aldursflokki spila.

Axel sem er 27 ára gamall og úr Þorlákshöfn var í fimm ár hjá Fjölni þar sem hann var með meistaraflokki kvenna í þrjú ár í Lengjudeildinni.

Auk þess var hann í þrjú ár hjá Stjörnunni þar sem hann stýrði kvennaliði Álftanes í þrjú tímabil en þar voru ungir leikmenn Stjörnunnar.

Hann kemur til Sandefjord frá Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði fyrir FA2000 sem yfirþjálfari kvennamegin, og aðalþjálfari U19 karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner